Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 19

Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 19
KirkjuritiS. Dwight L. Moody. 313 ára, engin teljandi efni; var ekki sýnilegt annað en fjöl- skyldan vrði að tvístrast, en móðirin vildi það með engu móti og barðist hún áfram með allan harnahóp sinn, og stafur hennar og' stjdta var þetta kjörorð: „Treystu á Guð; liann mun vel fyrir sjá!“ Þetta traust lirást lieldur ekki og liún kom þeim öllum upp, þótt einatt væri þröngt i húi. Öll hennar guðfræði var fólg- in í þessu og húu innrætti þetta börnum sínum árla og' síðla. Hún vandi þau á stranga iðjusemi og sjálfs- afneitun og sjálf var hún sívinnandi. Á kvöldin söfn- uðust þau í kring um heimilisarininn, og sagði húnþeimþá sögur eða las fvrir þau eða lét þau hafa ýmsa innileiki fram að háttatíma. Heimilið varð þeim því svo kært, að þau héldu alla æfi trygð við það. Sunnudagahaldið var strangt. Tvisvar fór hún með allan liópinn sinn i kirkju á hverjum Iielgum degi, og þar að auki urðu börnin að ganga í sunnudagaskóla. Moodv segir seinna, að þessar kirkjugöngur og hinar löngu predikanir hafi einatt verið sér þunghær þolinmæðisraun, en samt liafi þær liaft þýðingu fyrir hann með því að gefa góðan, fastan vana. Moodv var fjörugur og röskur drengur og talsverður óróabelgur i skólanum, þangað til kærleiks- rík alvörugefni einnar kenslukonu hjálpaði honum til að fara að temja sig. Annars var skólaganga hans stop- ul og lítilfjörleg. Hanu varð snennna að fara að vinna fyrir sér, fékst hann þá við margt, vann hjá bændum i nágrenninu að þeim störfum, sem hann gat orkað. En er honum óx fskur um hrygg, fanst honum, að lítil framtíð væri í þessu, og svo ásetti hann sér að fara til Boston og reyna þar fyrir sér. Öllum þótti þetta mesta óráð, af því að svo margir gengu þar atvinnulausir. Eftir ýmsa erfiðleika komst hann svo til Boston, og leit- aðist við að komast að einhverju. En það hepnaðist ekki. Eftir langa mæðu fékk hann þó um síðir atvinnu hjá föðurbróður sínum, sem var skósmiður og hafði einnig söluhúð. Frændi lians var hræddur um, að hann

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.