Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 6
204 Sigurbjörn Einarsson. .Túni. inu, meðan niðurinn nísti hverja taug? Var það ég einn, sem gerði það? Var enginn liræddur, nema ég? Fann eng- inn til þess, nema ég, hvað sveitin var lág og fjöllin dular- full og liafið feiknarlegt? Ég veit það ekki. En annað veit ég: Meðan ég man eftir dunum hrimofsans í skammdegis- myrkrum harnsáranna, meðan eimir eftir af kendum 7 ára barnsins gagnvart iiamförum Kötlu liaustið 1918, með- an man ég eftir því, að jörðin er ekki annað en fljúgandi fis, i æðiferð í geigvænum geimi, húandi yfir örlögum, sem enginn getur ráðið i. Á mesta augnahliki getur hún skifl um form, splundrast eins og' dropi á steini. Og það væri í sögu efnisins, frá sjónarmiði alheimsins — ef stærða- hlutföllin ein eru tekin með i reikningirin, eins og vera her, úr því að við eigum að vera vísindalegir — alveg tíð- indalaus athurður, hversdagslegur og „óinteressant“, svo talað sé á mannlegan liátt. Einn blossi í geiminum, engiu bylting i heimi efnisins, aðeins smávægilegur, „lokal“ al- burður — og svo er.alt eins og áður. En hvað verður um okkur, mig og þig? Og svo göngum við úl þetta fagra kvöld i nóvember og teigum svalan hlæinn, heiðan og tæran, og sjávarniðurinn verður ef til vill aðeins djúpur, samróma undirtónn í hinu mikla samspili, sem náttúran ómar af, mitt í þögninni, hann rennur á undarlegan hátt saman við glit himins og jarðar. Nú á fegurðin engin einstaklingsleg form, hún er. Er það ekki einmitt eins og Platon segir? Hversu ljóst verð- ur það ekki einmitt á slíku kvöldi! Fegurðin er ekki dimm- hlá víkin með mána- og stjörnugljáa, hún er ekki hrím- glitið í sinni óendanlegu margbreytni og tindrandi álfa- leik, hún er ekki livolfið, djúpt og djásnum greipt, lnin er ekki heldur ferðafélaginn, sem gengur við hlið mína, þög- ul og tilbiðjandi. Nei, fegurðin er ekki tengd við neitt sér- slakt af þessu, á þar ekki rætur sínar né uppruna, þetta er hennar ríki, en þetta er ekki hún. Hún er hið virkilega, kemur handau úr virkileikanum fyrir utau jörðina, slær sprota sínum á snautt efnið, fyllir fátæka mannssálina og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.