Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Endurskoðun sálmabókarinnar. 223 Ég hafði borið þenna sálni saman við Ijóð séra Valde- mars út af sama frumsálmi. Ljóð bans er létt kveðið, en þar kemur ekki nógu skýrt fram sú innri liarátta og hug- arstrið, er frumböfundurinn lýsir svo g'lög'l. Ég kaus því ekki skifti, með því að mér þótti skarðið ekki að öllu fult. En svo kom i heildarútgáfu M. J. sálmurinn: ,,Hve sæll er, Drottinn, syndarinn“ út af sáina frumsálminum. Þar eru orð frumsálmsins að litlu leyti þrædd. En j)ar er meira. Þar er sama hugarstríð og iðrun, sama knéfall og trúarsigur. Kemur j)að skýrt fram, að M. J. er þar að flytja persónidegan vitnisburð um j)á trúarreynslu, er liann öðlaðist í æfinnar þyngsta stríði, í leit sinni að friði hjartans. Og það svo greinilega, að er vér lesuin sögukafla lians af honum sjálfum, j)á fær þessi sálmur hans skýrt sumt, sem þar er tæpt á. Þessi sálmur skýrir og annan sálm M. J., sálminn „Minn friður er á flótta“, 278 i sb., er lýsir sönni trúarreynslu. Ef til vill bentar sálmur Mattbíasar betur til lesturs en almenns kirkjusöngs. En vegna skáldskapargildis lians og hinnar merku lýsingar á úrslitastund trúarlífsins, er hér að mínu áliti sálmur, sem gerir skarðið fult. Með þessu dæmi þykist ég liafa skýrt að nokkuru, livað fyrir mér vakir um endurskoðun sb. í heild. Það á ekki að handleika sálmabókina með skærum, og klippa úr henni hvað eina, sem ekki kemur heim við einhverra manna augnablikssmekk. Smekkur fyrir sálmi fer mjög eftir trúarreynslunni og breytist oft hjá sama manni eftir því, hvernig á stendur í lífi hans. Þess vei'ður vandlega að gæta, hvað komi í staðinn, og að kasta engu útbyrðis, nema fyrir því sé að fullu séð, l)æði að skáldskapar- og trúargildi, að skarðið verði gert betur en fult. Með trúargildi sálms á ég ekki við það, að einstökum trúarlærdómum, eða játningum, sé snúið í ljóð, heldur hitt, hve mikið af sjálfstæðri trúarreynslu, eða af hinu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.