Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 37
KirkjuritiS. Endurskoðun sálmabókarinnar. 235 Þá í»ætir þess sumstaðar i sl). vorri, sem í sumum trú- arljóðum M. J., að sálmur endar ekki á liámarki. En vers, sem koina á eftir hástigi sálms, spilla þar venjulega frem- ur en bæta, j)ó að ])au geti notið sín sérstök. Þessa liefir sumstaðar verið vel gætt í sb. vorri, t. d. i þýðingu sr. H. H. á hinum fræga sálmi Gerbardts út af sálmi Bernhards frá Clairvaux, „Ó, böfuð drevra drifið". Þar liefir þýðandi látið sálminn enda í hámarki á 8. versi frumsálmsins, ((5. v. i sb.), en 9. og 10. v. frumsálmsins hefir liann sérstök, nr. 441 í sb. í öðrum sálmum hefir j)essa hinsvegar ekki verið eins vel gætt. T. d. er hámark sálmsins „Syng Guði dýrð hans dýrkeypt hjörð“ í 4. versi, en bann er alls 8 vers. Fjórða versið er ekki aðeins bezt kveðið, heldur er l)ar i meitluðum setningum sagt alt efni versanna, er á eftir koma. Þau fá því ekki notið sín á eftir versi, sem bæði að efni og orðfæri er bámark sálmsins. Það mun tiðkast víðast erlendis að stvtla sálma við end- urskoðun.1). T. d. hefir Brorsons eigin kirkja stytt jóla- sálininn „Óhó, min sál, uppvakna nú“, sem er 51 erindi í Vísna- l)ókinni frá 1 (> 12, þó að enn sé notaður .jólasálnnirinn, „Mín sála gleðstu og gleymdu sorg“, sem er þaðan tekinn. Hinsvegar er þar í 2. og 3. versi eitt dæmi þess, hvernig fá má einstök vers, sérkennilega hlý og barnsleg, úr gömlum úreltum sálmum. Margs er þó að gæta — er taka á vers úr sáhni, eða skifta honum, og verður að geta slíks vandlega í registri i sýnisútgáfu a. m. k„ svo að réttar höfundanna sé gætt. Annars getur og orðið dráttur a, að mistök leiðréttist síðar. T. d. hefir enn haldist í sb. vorri oheppileg skifting á sálminum „Herr Gott dein Treu mit Gnaden leist“ eftir Johs. Zwick, eða „Send oss nú faðir anda þiniT', 231 ' sb„ af því að í sb. Guðbrands frá 1589 var síðasta versið, „Vér hiðjum þig, ö Jesú Krist“, (nú breytl í nr. 302 í sb.), sem er hið eina eðlilega niðurlag sálmsins, prentað sér, og þessi óheppilega skifting síðan haldist, þrátt l'yrir nýjar þýðingar, í 3öld. 1) Svíar stytta þó iítið gamla sáhna og telja sálmabók sími hata meira bókmentalegt sögugildi, ef sálmar eru látnir sem mest halda sér. Hinsvegar syngja þeir í guðsþjónustu oft eigi nema fá vers úr iöngum sálmum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.