Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 40
238 Þ. B.: Endursk. sálmabókarinnar. Júni. ílmgum því málið sem bezt. Athugum ekki aðeins sjálf- ir hvern sálm í sb. vandlega, heldur fáum og trúrækið fólk, er ann fögrum sálmum, til þess að gjöra liið sama. Mun þá verða fengur að skýrslum presta um þá sálma, er vér eða safnaðarfólk vort nmndum telja eftirsjá að úr sb„ og um sálma, er rýma mættu, að voru áliti, fvrir öðr- um l)etri, ef til væru. Mun þetta verða frjóvgandi starf fvrir prest, ef til er vandað. Ef fátt kemur hinsvegar fram í þessu efni, eða ef mið- ur yrði til vandað, þá er næst að álykta, að ekki sé enn kominn tími til framkvæmda í málinu, með því að prest- ar séu því annaðhvort mótfallnir, eða enginn ábugi á þvi hjá mönmun kirkjunnar. Ef svo reynist, þá er því að taka. En séu skiftar skoðan- ir um málið, sem líklegt er, þá er full ástæða til þess að menn kirkjunnar i-æði ))að innbyrðis. Það er nauðsynlegt, að skoðanir manna komi fram. Þessvegna liefir kirkjuráð orðið sammála biskupi um að rétt sé að ræða þetta mál á prestastefnu, til þess að sem flest sjónarmið geti í ljós komið, bæði um einstök atriði og um málið i lieild. Að sjálfsögðu hefði ég viljað taka fleiri atriði málsins lil meðferðar og nánari greinagerðar af minni hálfu. En með því að hinn frummælandinn flytur framsöguerindi sitl þegar á eftir, læt ég hér staðar numið. Ég lýk máli mínu með þeirri ósk, að íslenzk kirkja megi á hverjum tíma eiga svo vandaða sálmabók sem kostur er á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.