Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Stormnótt. í flöktandi skini af strjálum stjörnum fer stormnótt mannkynsins yfir jörð. En skelfingu fólksins er gríma gjörð úr gráu stáli — i sókn og vörnum. Menn halda sig trúa á sitt heilaga stríð, en hræðast þó eigin vofu sína. Við vopnanna blik í bannvænni hríð blandaðir glampar úr augum skína. Nú riða jafnt stórvirki hugar og handa, það hriktir í rjáfrum hins vestræna anda. En mannfá er orðin vor menningarvörn, í musteri Guðs krýpur dýrið og biður um fleiri menn og um fleiri börn, en fólksins hjarta er þaggað niður. Og vonir smælinggjans bugast og brotna, og björtustu hugsjónir góðra manna eru orðnar að hofskækjum heimsins drottna, í háðung snýst blóðfórn spámannanna. I fjötra er samvizka fólksins hneppt, hin frjálsa hugsun er dæmd til að tapa, um hervopnið skæða er höndin kreppt, sem heimkynni Guðsríkis átti að skapa. Og stormurinn geysar um gráar raðir, sem ganga í dauðann með æskunnar þrótt. Móðir og sonur, móðir og faðir í myrkrinu skiljast þessa nótt. Frá kyni til kyns, frá blóði til blóðs, þó berst sá draumur, sem aldrei þrýtur, að eitt sinn mun kærleikinn kveðja sér hljóðs, og koma sá heimur, sem ljóssins nýtur, er hætt eru loksins öll miljóna-morðin og metin er þrælslundin engum til hróss, en glampinn í mannsbarnsins augum er orðinn að endurskini hins himneska ljóss.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.