Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 14
212 S. E. Við orf og altari. Júní. Xerxes. Þcir þekkja ckki sjálfa sig, vita ekki að þeir eru strá og engir guðir. En samfara þessum hamslausa of- metnaði þróast hin hliðin á hinni nýju lífsskoðun, sú, sem gerir manninn að viljalausu rekaldi fyrir straumi óheisl- anlegra fýsna, dregur hann niður fvrir skepnurnar. íslenzk náttúra selur takmörk, takmörk í tvennum skiln- ingi. Jökulhulin eldfjöllin annarsvegar og æðandi úthafið hinsvegar minnir á smæð mannverunnar innan um feikn náttúrunnar, hún er ekki almáttug né einráð í tilverunni. Hún er maður, ekkerl meira. En hinsvegar er fegurðin og stærðin i svip landsins. Þetta behdir upp úr duftinu, laðar mannveruna til þess að leita út fyrir takmörk mannlegs sjóndeildarhrings, vekur liana til vitundar um, að hún er maður, ekkert minna. Þektu sjálfan þig, minstu þess, að þú er maður þetta er boðskapur islenzkrar náttúru lil vor. ()g það á að verða boðskapur vor lil þeirrar veraldar, sem er að ganga af vitinu, þess mannkyns, sem virðist vera að varpa frá sér vegsemd sinni. (ritað í ágúst 1939). Sigurbjörn Einarsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.