Kirkjuritið - 01.10.1942, Page 6

Kirkjuritið - 01.10.1942, Page 6
260 Ásmundur Guðmundsson: Október. um? Það er nú einmitt annað. Þar á sannarlega við það, sem Jesús segir: „Frá þeim, sem ekki liefir, mun tekið verða jafnvel það, sem liann hefir“. Það, sem þau hafa dregið saman með súrum sveita til elliáranna, er að verða að engu. Yér mölum svo, börnin, tveimur stór- um kvarnarsteinum, og getum malað áfram í friði og næði fyrir því, að ekki mun móðurkynslóðin kvarta. Hitt er annað mál, hvort vér getum alveg svæft sam- vizkuna? Hvað verður nú um það, sem hefði getað orðið feðrunum og mæðrunum til styrks? Annars vegar er það að verða ávaxtasnautt í bönlcum og sparisjóðum og liinsvegar næsta verðlítið til kaupa á nauðsynjum sökum vitfirringslegrar verðhólgu og dýrtíðar. Og líf- eyrir gámla fólksins, ellilaun, örorkubætur o. s. frv. — alt er þetta af skornasta skamti. Vér megum ekki líkjast Svaða á Svaðastöðum, hin- um lieiðna, og gjöra gröf mikla og djúpa handa gamla fólkinu skamt frá alfaravegi. Dæmi Þórvarðs hins kristna Spak-Böðvarssonar verður heldur að lýsa oss. Það er einmitt þetta fólk, sem vér eigum að sýna sérstaka um- hyggju og umönnun. Ég liefi beðið ágætlega mentaðan hagfræðing að rita um þessi efni frá hagfræðilegu sjónarmiði og benda á hagnýt ráð til bóta. Fer grein lians liér á eftir. Á því er enginn minsti vafi, að vér getum snúið við, ef viljinn er nógur, reynst gömlu kynslóðinni vel og heiðrað hana i verki og sannleika. Ég vil nú skora á alla stjórnmála- flokka, allar stéttir og yfirleitt alla, sem lilut eiga að máli,*að gjöra það og gjöra það fljótt. Saga íslending'a er einstæð um sumt í sögu þjóðanna. Eitt er það, að vér vitum með sögulegum sannindum, að vér höfum eignast þetta land án þess að vér tækjum það frá nokkurum öðrum. Þetta er frá upphafi vort land, og að þessu leyti getum vér sagt fremur en allar aðrar þjóðir, að Guð hafi gefið oss landið. Það er giftu- samlegt upphaf þjóðar. En fleira þarf til að tryggja þjóð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.