Kirkjuritið - 01.10.1942, Síða 17

Kirkjuritið - 01.10.1942, Síða 17
Kirkjuritið. Séra Gísli Skúlason prófastur. 27Í ið, sem sér liefði getað komið til hugar að sækja um frá Stóra-Hrauni. Hann stundaði nám i Lærða skólanum 1892—7 og sóttist það vel, enda var skilningurinn skarp- ur og minnið óvenjulega traust. Hann las guðfræði við Kaupmannahafnar-háskóla næstu árin, unz hann lauk embættisprófi með I. einkunn 1903. Mintist hannn oft þeirra ára, og engan mann hefi ég þekt ríkari að „aka- demiskum“ anda né sárleiðari á þeim, sem vilja hlutast til um háskólamál, án þess að hafa nokkurn snefil af viti á þeim, eða draga alt ofan á flatneskju meðal- menskunnar. Að lóknu háskólanámi kom hann heim til Islands. Þá vann hann að þýðingu Gamla testamentisins með Har- aldi Níelssyni prófessor. Þeir þýddu saman síðari helm- ing 2. Samúelsbókar og Konungabækurnar báðar, en einn þýddi séra Gísli Sálmana, 1.—45. og' 53.—150., og báðar Kronikubækurnar. Alt liitt þýddi séra Haraldur. Þýðing séra Gísla er góð, enda var hann vel að sér í hebresku og yfirleitt tungamálamaður ágætur. Var hann því heðinn að taka að sér grískukenslu í Mentaskólan- um, og kendi hann þar veturinn 1904—5. Þá kyntist ég honum fyrst, um vorið, því að ég las utan skóla um veturinn, en þurfti að fá tilsögn hjá honum fyrir vor- prófið. Yel reyndist hann mér þá eins og jafnan síðan. Hann var að öllu glæsile,gur maður, mikill vexti og fríð- ur sýnum, ágætlega gáfaður, vel máli farinn og skemti- legur i viðræðum, mjög fyrirmannlegur í framgöngu. Sumir hugðu hann því stoltan, en svo var ekki í raun og veru. Tíginmenskan var honum í blóð borin, en prjál og tilgerð fjarri honum. Hann var kosinn prestur í Stóra-Hraunsprestakalli í Árnesprófastsdæmi og hóf þar prestskap 1905, vígður 2. júlí. Noklcuru síðar tók hann einnig að sér prestþjón- ustu i Gaulverjarbæjarprestakalli og þjónaði því jafn- hliða til æfiloka. Ennfremur annaðist hann kenslu i Mál- leysingjaskólanum á Stóra-Hrauni 1906—1908 og' veitti

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.