Kirkjuritið - 01.10.1942, Side 37

Kirkjuritið - 01.10.1942, Side 37
Kirkjuritið. „Ljósið á Helgafelli.“ 291 Prófastur séra Jósef Jónsson hafði fylgt biskupi frá því er hann fór frá Setbergi og tekið þátt í vísitazíunum, en þegar viS fórum frá BreiSabólstaS til Stykkisliólms, sneri prófastur viS og hélt heim til sín aS Setbergi. Hafði þátttaka hans i ferða- laginu verið hin ánægjulegasta, enda er hann skemtilegur föru- nautur. Þegar í Stykkishólm kom, stóð á borði framreiddur kvöld- verður á heimili prestshjónanna séra Sigurðar Ó. Lárussonar og frú Ingigerðar Ágústsdóttur, og gistum við þar um nóttina. Á mánudagsmorgun fórum við á hina annexíu séra SigurSar Ó. Lárussonar, sem er Helgafell. Kirkjan stendur undir fellinu, sem flestir mun kannast við, þar eð mikið fer af átrúnaði manna á Helgafell bæði fyr og' síðar. Það er venja, sem ég veit ekki liversu gömul er, að ganga upp á Helgafell og óska sér þar einhvers í fyrsta skifti og þar er gengið upp. Ég var sá, er ekki hafði komið þarna fyrri, og' var því sjálfsagt, að ég gengi á Helgafell. Séra Sigurður fylgdi mér úr hlaði og sagði: Til Helgafells. Óskabyrgið á Helgafelli. „Þú ferð þarna að leiðinu hennar Guðrúnar Ósvífursdóttur og gengur þaSan upp á Helgafell, en livorki máttu líta til vinstri né hægri á leiðinni upp, því að þá verður alt ónýtt. Þegar þú kemur upp, skaltu líta til austurs og bera fram þrjár óskir, þær færðu uppfyltar, og farðu svo af stað“. Ég gerði svo sem mér var sagt. — Þar var peningabaukur uppi, sem ég lagði í þá handbæru aura, er ég hafði. í ræðu þeirri, er séra Sigurður Ó. Lárusson flutti, ]>egar hann þakkaði biskupi komuna,’ hóf hann mál sitt á því að segja, að til væri gömul þjóðsaga, er segði frá því, að eitl sinn liefði jötunn í Jötunheimum vaknað við það, að komið var skært ljós á Helgafell, sem honum féll þvert um geð að horfa á, svo að hann tók upp stein og hugðist að slökkva þetta Ijós með

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.