Kirkjuritið - 01.10.1942, Síða 14

Kirkjuritið - 01.10.1942, Síða 14
268 Aðalfundur Prestafélags íslands. Október. tekjur, sem eingöngu eru tilkomnar vegna verðbólgunn- ar og hins óvanalega ástands yfirleitt. Tilgangur þessarar stuttu greinar er sá að vekja athygli á þeim órétti, sem hafður er í frammi gagnvart sparifjár- eigendum, og að henda á leið, er fara mætti til þess að fá úrhót. Annars er það aukaatriði, á hvern hátt hafist er lianda, ef aðeins er sjeð fyrir því, að þessi stétt manna öðlist jafnan rétt á við aðrar stéttir. Vanrælcslu í þessu efni er ekki hægt að túlka nema á einn veg. Klemens Tryggvason. Aðalfundur Prestafélags íslands. Tilhögun. Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn i kenslusal guðfræðideildar Háskólans, laugar- daginn 20. júní. Hófst hann með guðsþjónustu í Háskólakapell- unni, og prédikaði séra Bergur Björnsson i Stafholti. Fundarstörfum var lokið á einum degi. Formaður Prestafé- lagsins, próf. Ásmundur Guðmundsson, setti fundinn og stjórn- aði lionum, en ritarastörfum gegndi séra Árni Sigurðsson, rit- ari félagsins, með aðstoð séra Gísla Brynjólfssonar. í fundarlok var gengið til Háskólakapellunnar, og annaðist séra Jóhann Briem þar guðsþjónustu. , Fundinn sóttu: Biskupinn, vígslubiskupar báð- ir, prófessor Ásmundur Guðmundsson, 38 prófastar og prestar, 6 pastores emeriti og einn guðfræðistúdent, eða alls 49 menn. Formaður gaf skýrslu um það, sem gerst hafði á félagsárinu, breytingar innan félagsins, fjár- mál, framkvæmdir félagsstjórnar o. s. frv. Meðal annars hefir félagið gerst þáttakandi í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Félagsgjakl í Prestafélaginu lagði stjórnin til að yrði hækkað í 15 krónur, og var það samþykt á fundinum. Kirkjuþingsmálinu og breylingu á prestkosningalögum hefir ekki þokað frekar á- leiðis á Alþingi. Skýrsla stjórnar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.