Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 40
Október. Æskulýðsguðsþjónustur. Það dylst engum, sem í alvöru hugsar um kristin- dómsmál þjóðar vorrar, að kristindómsfræðslu íslenzks æskulýðs er í mörgum atriðum verulega ábótavant, en þó er ef til vill ekkert eins alvarlegt og sú staðreynd, að í fræðslukerfi framhaldsskólanna, hæði gagnfræðaskóla kaupstaðanna og héraðsskóla sveitanna, er kristindóms- fræðslunni ekkert rúm ætlað, hvað þá heldur i æðri framhaldsskólum vorum. Hér er um að ræða mjög alvarleg mál fyrir kristnilíf þjóðarinnar, sem verður að bæta úr á næstu árum, ef kristindómur á að viðhaldast með þjóðinni, enda mælir stjórnarskrá rikisins svo fyrir, að stjórnarvöld landsins skuli styðja og efla hina evangelisk-lúthersku kristni þjóðarinnar. En eins og nú standa sakir, verðum við að horfast í augu við þá sorglegu staðreynd, að kristindómsfræðslan sé engin í framhaldsskólunum. En er þá ekkert hægt að gera, til þess að þessir skól- ar fari ekki alveg á mis við öll kristileg áhrif. Það er augljóst, að þetta er mjög á valdi þeirra skólastjóra og kennara, er við skólana starfa, og getur einnig að nokkuru leyti bygst á samvinnu presta og kennara á hverjum stað. Með góðum vilja mætti bæta hér nokkuð úr, þó að kristindómsfræðslunni sé ekki heinlínis ætlað rúm i kensluáætlun skólanna, því að skólarnir hafa tiltölu- lega frjálsar Jiendur um alt fyrirkomulag kenslunnar. I’að mætti t. d. byrja liverja kensluviku eða kensludag með guðræknisstund, það mætti Jiafa samlíomur um kristileg efni við og við og það mætti æfa sálmasöng í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.