Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 28
282 Pétur Sigurgeirsson: Október. Til séra Kjartans í Gíslabæ. riði'ð út að Hellum1). Billinn var látinn biða Sigurðar Birkis söngmálastjóra og nemanda lians Kjartans Sigurjónssonar, sem voru ó leið suður frá Hellum þá um kvöldið. Er við nálguðumst Stapann á leiðinni út að Hellum, varð á leið okkar mjó renna alla leið ofan úr fjalli og niður að sjó. Var okkur sagt, að vikurinn rvnni eftir þessari rennu. En vikur er, eins og kunn- ugt er, mikið notaður nú orðið við liúsabýggingar. Við stigum af baki og gengum fram á snös i flæðarmálinu, og runnu smá- lækir í giljum beggja megin við þessa snös. Lækir þessir lieita ólikum nöfnum, því að annar heitir I.ækningaiind, og er sagt, að þar í vatni sökum þess, að eitt sinn hefði kaþólskur prestur lagt biessun sína yfir iæk þennan. Veðrið var hið ókjósanlegasta, er við komum að Hellum, sem er samnefni nokkurra bæja, og heitir einn þeirra Gíslabær, þar sem á lieima séra Kjartan Kjartansson. Til þessa bæjar var för- inni heitið, og séra Ivjartan gekk til móts við okkur, þegar við Eiturlækur, en hinn búi lækningakraftur gengum upp bæjarhólinn hans. Áður hafði ég heyrt þess getið, að fyrir löngu löngu, þegar sími, útvarp og önnur þægindi nú- tímans þektust ekki á voru landi, hafi séra Kjartan verið prest- ur í Grunnavik á Ströndum. Síðan liafði hann farið þaðan i burtu og leitað suður á bóginn, á Snæfellsnes, og orðið prestur á Staðarstað í fjölda ára. Fyrir nokkurum árum var séra Kjartan hættur prestskap og settist þá að þar, sem Gíslabær heitir, og til þessa hæjar vorum við nú komnir. Það er því varla hægt að iá mér það, þó að ég héldi, að séra Kjartan væri orðinn maður hrumur og sljór, en það var öðru nær, þvi að séra Kjartan var hreint og beint unglegur að sjá, þar sem liann gekk til okkar, röskur báeði í tali og spori. A honum sá ég alls engin ellimörk. Þegar tími hafði unnist til að hempuklæðast, gengu kenni- mennirnir fjórir upp túnið áleiðis til kirkjunnar. Allir voru þeir hempuklæddir, séra Magnús Guðmundsson, sóknarprest- urinn séra Guðmundur Helgason, séra Kjartan Ivjartansson og biskupinn. — Þeir nálguðust kirkjuna óðum, og brátt bar vind- blærinn óm af preludium organistans út til þeirra. Þegar inn i kirkjuna kom, sá ég, að i sæli organistans sat söngmálastjórinn sjálfur, sem hafði æft kór Hellnakirkju í fáeina daga. Organ- istalaust var í augnablikinu, þvi hljóp Sigurður Birkis i !) Annar talsmáti er á þessu orði, þ. e. a. s. Hellnum, en fróðir menn sögðu mér, að sá n-lausi mundi réttari vera.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.