Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. „Ljósið á Helgafelli.“ 293 oddviti og sóknarnefndin öll, en hana skipa: Form. Magnús Jónsson, Magnús Sigurðsson og Halldór Jónsson. Að lokinni guðsþjónustu komu þessir menn saifian ásamt organistanum frú Guðríði Magnúsdóttur, Ágústi Þórarinssyni og Jónasi Jónssyni leikfimiskennara heim á heimili prestshjónanna, og þar sátum við öll við kaffiborðið fram eftir kvöldi. Þegar vegir skildust og hver fór heim til sín, var komið fram yfir mðnætti. Þessi sólríki júlídagur við Breiðafjörð var þegar lið- inn. Úti var alt orðið kyrt og hljótt. Fuglar himinsins lieyrð- ust nú Iivergi. Kvöldsólin var hnigin til viðar og stafaði geislum sinum, sem voru orðnir eldrauðir, yfir himin og haf. Sjálf náttúran var gengið til náða. Tími liins liðna dags var þegar úti og annar kominn, er boðaði nýjan dag. Þó að ég endi liér frásögu þessa ferðalags, dylst mér ekki, að margt hefði enn mátt segja, er frekar ætti að komast á prent en það, er ég hefi hér ritað, sem ekki getur orðið annað en utan og ofan af því, er gerðist á þeim fimtán visitazium, er ég var við þetta sumar, en það er ritað á öðrum stað, ritað í hjörtu þess fólks, sem yfirgaf orfið og hrífuna, skyldustörfin sín, til þess að ganga upp í helgidóminn, i sitt heilaga hús, fram i'yrir augliti Guðs og gera þar bænir sinar og þakka honum einum kunnar. Þó að jiað sé orðið of seint, að fara fram á það við lesand- ann, að hann lesi milli linanna alla þá gestrisni, rausn og mynd- arskap, er var með ágætum á hverjum bæ, er við gistum á ferða- lagi þessu, þá vil ég þó, að það lesi hann síðast en ekki sízt. Pctur Sigurgeirsson. PRESTSKOSNINGAR. Ivand theol. Erlendur Sigmundsson hefir fengið veitingu fyrir Dvergasteinsprestakalli í Seyðisfirði, séra Hallgrimur Jósefsson fyrir Svalbarði í Þistilfirði og séra Sigurður Kristjánsson fyrir ísafirði, allir að undangenginni prestskosningu. AKUREYRARKIRKJU voru gefnir í sumar tveir sjöarma ljósastjakar á altari, hinir prýðilegustu gripir. Þeir eru gjöf frá brezka setuliðinu, sem dvaldist á Akureyri 1940—42, og afhenti yfirforingi þess þá í upphafi messu hjá séra Friðriki .1. Rafnar vígslubiskupi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.