Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1942, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. „Ljósið á ,Helgafelli.“ 285 „Það brýlur altaf á honum“, sagði fólkið. Að ástæðulausu var það ekki, að hér þætti mörgum fegurst á Snæfellsnesi. Hádegið nálgaðist, og var okkur tilkynt, að það sæist til ferða hreppstjórans Ólafs Bjarnasonar með hestana. Tími þótti því kominn til að ferðbúast, og upp úr hádeginu lögðum við af stað. Biskupinn hafði strax og þetta ferðalag var ákveðið tekið það loforð af séra Magnúsi Guðmundssyni, að hann færi með sér þessa leið, og var séra Magnús lika kominn til þess að efna það. Kom það brátt í ijós, að ekki var til ónýtis að liafa liann ineð i förinni, því að hann kunni deili á öllum sköpuðum hlut- um á ieið þessari og sýndi okkur alt það, sem markverðast þótti að sjá. Síðasti dagur- inn hans á Einarslóni. Við komum á tvo hæi á leiðinni, Dagverðará og svo eftir langa reið þaðan og slæma að bæn- um Einarslóni, mér liggur við að segja ævin- týralegum bæ, verandi rétt við Jökulinn á sjáv- arbakkanum, en þó svo, að ekki sást til sjávar frá bænum, því að hár malarkambur huldi útsýn á sjóinn. — Fjörgamall maður gekk til móts við okkur niður túntroðninginn. Hann var kom- inn með ellihærurnar, en augun tindruðu, og góður var svip- ur hans. Hann kvaðst heita Jón Ólafsson. „Ég er búinn að vera liér á Einarslóni, á „afskekta bænum undir Jöklinum“, eins og hann er rétt nefndur, í 58 ár og heii búið aldur minn svo að segja allan á þessum stað og alið hér upp börn mín. Það liefir oft verið erfitt hér að lifa“. „Hvað hefir þér þótt erfiðast við búskapinn þinn?“ Hann liugsaði sig um andartak, en varð svo að orði: „Það var erfitt, drengur minn, er ég lá úti um nætur og sat fyrir tófunni i fjörunni i öllum veðrum. Það var oft napurt þá, en ég mátti til, því að það var mín björg að skjóta tófurnar og selja til Ólafsvíkur fyrir 12—18 kr. stykkið. Ekki var um nema tvent að velja fyrir mig. Annaðlivort að duga eða drepast. Flest- ar skaut ég 14 tófur í einu, og það þótti vel af sér vikið“. „Hérna stóð kirkjan á Einarslóni“, hélt gamli maðurinn á- fram og benti á hól við bæinn. „Mikið þótti mér h.itt, að lnin skyldi vera rifin. Það var svo hátíðlegt að vera í kirkjunni Ég man eftir því, er ég seinast fékk tækifæri til þess að vera i henni, áður en hún var lögð niður. Þá var ég 12 ára. Og hvað klukk- urnar hringdu fallega!" „Hefir yður ekki þótt einmanalegt hér um ævina?“ „Ó jú, það hefir verið það. En stöku sinnum koma liér ferða- menn við á leið sinni fyrir Jökulinn, líkt og þið núna, þó að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.