Kirkjuritið - 01.10.1942, Page 9

Kirkjuritið - 01.10.1942, Page 9
KirkjuritiS. Verðbólgan og sparifjáreigendur. 263 Atvinnurekendur liafa bætt hag sinn mjög mikið, og sumir þeirra haft aðstöðu til að safna stóreignum. Raunverulegar tekjur alls þorra verkamanna og iðn- lærðra manna liafa vaxið mjög mikið. Starfsmenn hins opinbera, skrifstofumenn alment og aðrir launþegar hafa lengst af fengið uppbætur á laun sín eftir því, sem dýrtíðin hefir vaxið. Raunverulegar kjarabætur fengu þessir aðilar fyrst nú nýverið. Likt er að segja um þá, sem lifa á styrkjum af opinberu fé. Annað mál er, að enn vantar mikið upp á, að þjóðfélag- ið uppfylli skyldur sínar gagnvart þessu fólki, en það skal ekki rætt frekar að sinni. Húseigendur hafa að þvi leyti borið skarðan hlut frá hoi’ði, að tekjustofn þeirra, húsaleigan, hefir aðeins mátt hækka til samræmis við aukinn viðhaldskostnað Iiúsanna^Raunverulegar tekjur þeirra hafa þvi lækkað. Á móti því vegur, að þeir hafa möguleika til að hagn- ast við sölu á húsnæði, sem þeir nota ekki sjálfir til í- búðar fyrir sig. Þá er loks komið að sparifjáreigendum, þ. e. þeim flokki manna, sem aðallega lifa af vöxtum af sparifé eða nota af sjálfum höfuðstólnum, sér og sínum til lífs- framfæris. Er aðallega um að ræða banka- og spari- sjóðsinnstæður, vaxtabréf, veðskuldabréf, útgefin af ein- stökum mönnum eða félögum, og lífrentur. Hjá þessari stétt verður alt annað upp á teningnum. Eins og getið var um, hafa allar aðrar stéttir ýmist fengið verulega hætta fjárhagsafkomu eða a. m. k. staðið i stað, miðað við afkomu þeirra fyrir stmð. Sparifjáreigendur hafa ekki fengið hlutdeild í auknum afrakstri þjóðarbúsins, sem þó er þegnréttur þeirra sem horgara í lýðfrjálsu þjóð- félagi. Ekki er heldur um að ræða, að raunverulegar tekjur þeirra hafi lialdist óbreyttar. Nei, það, sem skeð h’efir, er , að verðbólgan hefir haft í för með sér stór- felda hreytingu til hins verra á afkomumöguleikum þessarar stéttar. Nú er svo komið, að meir en helmingi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.