Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Side 5

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Side 5
— 3 — Var háttuð, spenti hún greipur, hálf klauf- alega þó. Elsa hafði ámint börnin um að biðja kveld- og mórgunbænir, en Stína hafði ekki nærri altaf rnunað eftir því. Nú hvíslaði Stína: „Góði Guð, mig langar svo fjarska mikið til þess að eignast fallegu brúðuna, viltu ekki hjálpa mjer að geta hvað hún heitir?“ Svo sofnaði Stína. Næsta kveld spenti hún aftur greipar, en alt í einu mundi hún eftir því að hún var ekki þæg eða siðprúð í sunnudaga- skólatímunum. Ef til vill myndi Guð alls ekki vilja lilusta á hana, en þá kom Stínu til hugar, að Elsa liafði einhverju sinni sagt, að Guði þætli einnig vænt um þá sem ekki altaf væru jafn þægir. Hálf eifitt átti Stína með að trúa þessu þann svipinn, samt spenti hún aftur greipar og hvíslaði: „Góði Guð, jeg hefi verið óþæg stundum, en þú mátt ekki vera mjer reið- ur fyrir það. Elsa segir að þjer þyki einnig vænt um óþæg börn, og mjer þætti svo vænt uin, ef þú vildir hjálpa mjer að geta upp á nufni brúðunnar. Jeg skal reyna að verða góð stúlka og þæg.“ Svo rann upp skír og fugur annar dagur jóla. Stínu var kynlega órótt allan þann dag. Síðustu dagana hufði hún verið svo þæg og hæg, uð nmmma hennar hnfði °ft spurgt hana hvort nokkuð gengi að henni. Þegar Stina kom heiin til Elsu það kveld, voru öll hin börnin komin, og stóð allur hópurinn i anddyrinu, en eftirvæntingin skein út Úr hverjum svip. Loks vur lmrðinni lokið upp, og ljóm- undi geisladýrð lagði út á móti börnunum. Jólatrjeð stóð á miðju gólfi. Nálægt því stóð lítið borð, en á borðinu lágu myndir °g myndubækur, sem börnin átlu að fá í jólagjöf, og svo stóð þar stór karfa full af góðgæli. En mitt á borðinti lá sjálf brúðan, og það var nú brúða í lugi! Stína gat ehki af henni litið alt kveldið. Aftur spenti hún greipar og hvlslaði undurlágt: „Góði Guð, mig langar svo til þess að eignast brúðuna, hjálpaðu mjer nú að geta!“ „Heims um ból, helg eru jól,“ söng allur hópurinn. Síðan las Elsa upp jóla- guðspjallið og talaði um barnið í jötunni. Stína litla hafði oft áður heyrt jólaboðskap- inn, en í kveld var eins og hún heyrði hann í fyrsta skifti á æfinni. Þegar búið var að úthluta myndabók- unum og börnin höfðu gætt sjer á súkku- laðinu og kökunum, rann upp hátíðlegasta augnablik kveldsins. Elsa lók brúðuna í fang sjer, og öll börnin byrjuðu að geta upp á hvað hún hjeti. Olal nöfn voru nefnd, en Elsa hristi stöðugt höfuðið. Engin gat fundið nafn brúðunnar. „Jeg verð víst að lijálpa ykkur dálítið,“ sagði Elsa. „Nafnið er ekki ákaflega al- gengt. Munið Jiið ekki eftir neinu stúlk- unufni í bibliunni, sem byrjar á „R““. Nú var heldur en ekki hugsuð sig um í stofunni! Af tilviljun varð Elsu litið utar til dyranna þar sem Stína litla stóð, og í fyrsta skifti tók hún eftir því live Stína hafði fnlleg augu. Stína horfði stórum löngunarfullum augum á brúðuna og tárin konm fram í báðum augnukrókunum. „Stína litla hefur víst nldrei eignast brúðu,“ lmgsaði Elsa, „jeg gæli vel unnt henni þess að fá brúðuna.“ Alt í einu hrökk Stína við og kafroðnaði. Það var eins og eitthvað væri að brjótasl fram áyfirborðið í meðvitund hennar. Hvernig á þessu stóð eða hvernig í því lá vissi hún ekki, og fjekk heldur uldrei að vita, en alt í einu lirópaði lmn, og röddin titraði af ákafa: „Rakel!“ I sömu svifum lá brúðan í fangi hennar, og hún þrýsti henni fast upp að sjer, eins og hún vildi ekki láta liana af hendi framur. Er Stína fór heim til sín um kveldið, (Framhald 5. síðu).

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.