Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Síða 7

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Síða 7
5 — gleymdi hún raunar að þakka fyrir sig eins og að vanda, en Elsa var vel ánœgð með að Stína skyldi fá brúðuna. Það var betra að sjá fallegu augun hennar Stínu en að fá nokkrar þakkir. En er skólinn hófst að nýju eftir jól, var Stína sem annuð barn. Upp frá þessu var hún altaf þæg og siðprúð. C2Z3C2Z1C2Z)C2Z)DC2Z)C2Z3C22DC223 J ó 1 i n. Jólahátíðin eryngsta kirkjuhátíðin. Jólin voru fyrst haldin hátíðleg á fjörðu öld, eða rúmum 400 árum fyrir bygging íslands. Svo st.endur á þessu, að fyrstu ár kristn- innar lögðu menn ekki eins mikla áherslu á fæðing Krists eins og á upprisu hans og himnaför. Til eru mörg heiti á jólunum hjá út- lenskum ])jóðuin, en mjög 'er nafnið svipað a öllum Nordurlandamálunum. Fyrir kristni komu forfeður vorir saman um jólaleylið. til þess að halda hátíðlegan miðjan vetur. Þetta var laust eftir vetrarsólhvörf, er dag tók aftur að lengja. Nú er jólatrjeð oft notað sem tákn jólanna, áður fengu börn og annað heim- ilisfólk tólgarkerti, sem inenn svo hræddu föst á rúmstólpana. Ekki er langt síðan jolalrjeð fluttist hingað til lands, koma ])au frá stóru skógunum i Noregi og Sví])jóð, en stundum einnig frá Danmörku. Sumir nota birkihríslur í slað jólatrjesins, og eru þœr fult eins fallegar, ef vel eru skreytlar, °g miklu eru þær þjóðlegri en útlendsku jólatrjen. L. S. O O o o oooooooooooooooo©oooooooooooooooo O 1 i og j ó 1 i n. (Dönsk jólasaga). OOOOOOOOOOOOOOOO0OOOOOOOOOOOOOOOO Það var aðfangadag jóla. Snjó hafði hlaðið niður í bænum og i nágrenni hans, svo sleðafæri var hið besta, og svell var a öllum tjörnum, en ísinn á höfninni var svo þykkur að öll skip nema ísbrjóturinn lágu föst í honum. Það var besta jólaveður, og hver sem vetlingi gat valdið var annað hvort á skaulum á tjörninni í miðjum bænum, eða rendi sjer á sleða í brekkunni neðan við skóginn. Ólafur hjet 11 ára gamall drengur. Hann var stór og sterkur. Dag þennan sem oflar var hann á skautum á tjörninni, og það var tæplega að hann gæfi sjer tíma til þess að skreppa heim og borða, svo var ákafinn mikill. Hann leysti skaulana í snatri af fótum sjer og hljóp heim, hristi snjóinn af fötunum og rauk rakleiðis inn í borðstofuna. „Er maturinn tilbúinn — mamma?u spurði hann, áður liann hafði kastað mæðinni. „Góðan dagin, Oli minn!“ sagði mamma lians. Þá mundi ÓIi að hann hafði ekki lieilsað, er hann kom í stofuna, og ha.-n flýtli sjer að lieilsa mömmu sinni og systr- unuin. Þá var tekið til snæðings, og er Óli hafði rent niður siðasta matarbitanum, rauk hann af stað aftur. En áður hann fór Út kallaði hann: „Mamma, jeg hlakka voðamikið til, heldurðu ekki að jeg fái gufuvjelina í jólagjöf!“ Hann beið ekki eftir svari, en fór fyrst út 4 eldhús að finna Pctru, sem var gam- alt hjú hjá foreldrum hans. I eldhúsinu var auk þess María systir hans, og Óli reif straks í fljetturnar ú henni, svo hún æpti upp og flýði, en Petra garnla fór að tauta yíir Óla. Hún var að baka pönnn- kökur, og Óli tók eina kökuna og tróð upp í sig. „Láttu þær vera strákur,“ sagði Petra gamla og reiddi upp sleifina, en þú hljóp Óli Út. „Hvað er um að vera?“ spurði mamma Óla, sem komið hafði fram í eldhúsið, er hún heyrði óhljóðin. „0 - það var bara hann Ólí,“ sagði Petra, sem þókti í rauninni vænt um Óla. „Það gerir ekkert þó hann ærslist svolítið, drengurinn, ef alt er græskulaust og hann

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (24.12.1925)
https://timarit.is/issue/308997

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (24.12.1925)

Gongd: