Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Side 8
- 6 —
tefur ekki fyrir mjer, því jeg hefi svo
mikið að gera.“
„0 já, Petra mín,“ sagði móðir Ola,
„annars var það lieldur bagalegt að veik-
indi skyldu koma inn á heimilið svona
rjett fyrir jól, og við öll teijast í jólaann-
ríkinu. Maðurinn minn hefur víst ákaflega
mikið að gera þessa dagana, og svo bað
jeg hann auk þess að senda öll jólaheim-
boðin, bara uð hann gleymi nú engum!“
„Verið þið sæl,“ hrópaði Óli inn um
dyragættina, og svo hvarf hann lit í buskan.
Hann stökk í einu stökki niður öll
dyraþrepin og hljóp syngjandi niður götuna.
A hlaupunum var hann nærri búinn að
að rekast á gamla kennaran sinn, sem
kom gagnandi í hægðum sinum eftir götunni
og átti ekki von á þessum ósköpum. Óli
tók varla eftir því hver maðurinn var,
heldur hljóp áfram á harða spretti, en
kennarinn nam staðar og brosti að asanum
á Óla.
„Hæ, Óli — hvert ertu að fara?“ Það
vur Hans, sonur bakarans, sem kallaði.
Hann var jafnaldri Óla.
„Varstu sendur til þess að spyrja eftir
því, bakaraberserkur? Annars er jeg á
leiðinni út á tjörn — kemur þú með?“
„Nei,“ sagði Plans. Ilann var að
sendasl fyrir föður sinn og hjelt á stórri
körfu í hendinni, sem var full af jólabrauði.
„Við höfum mjög mikið að gera,“ sagði
hann, „jólabrauðið rennur lit eins og —
heitt brauð — ha, ha!“ og Hans hló. En
])Ú áttir að koma með í jólaboðið hjá
Vasabæjarfólkinu, Óli; hvernig erþað færðu
ekki að fara, snáðinn?“
„A morgun, á morgun, góði minn. Sæll,
bolludrengur, á morgun er aftur dagur!“
kallaði Óli og ætlaði að hlaupa af stað.
„En í dag skal jeg taka í lurginn á
þjer!“ sagði Hans og setti körfuna frá
sjer og þreif til óla. Báðir drengirnir ultu
útaf í snjóin, og þeir hörðust sem ákafast.
Óli hafði kastað frá sjer skautunum; hann
var liprari, en fjelagi hans, sem var sterk-
ari, feldi hann á klofbragði og kaffærði
hann í snjónum. Loks náði Óli yfirlök-
unum og þá var ekki að sökum að spyrja,
því nú var Hans kaffærður í skafiinum?
Loks hættu báðar hetjurnar og kvöddust
með handabandi.
„Gleðileg jól, Hans!“ kallaði Óli.
„Sömuleiðis,11 svaraði Hans.
Og svo hlupu þeir sinn í livora áttina.
Á leiðinni til tjarnarinnar fór Óli fram
hjá höfninni. Isbrjóturinn var í óða önn
að brjóta isinn á henni. Hann rendi sjer
á ísröndina, stundum lyftist allur fram-
stafninn upp á ísinn, sem þá brolnaði
undan þunga skipsins, stundum skar hann
ísinn í sundur með hvössu stefninu. Það
var gaman að horfa á hvernig skipið skyldi
eftir auða vök þar sem það hafði furið. Nú
kom ísbrjóturinn svo nálægt hafnarbakkan-
um að Óli gat kallað til skipstjórans, sem
liann þekti.
„Góðan dagin, Jens,“ hrópaði hann,
„og gleðileg jól.“
„Sömuleiðis, drengur minn.“
„Ferðu undir brúna?“
„Já, það held jeg!“
Og er skipið kom að brúnni var Óli
þar kominn. Hann kleif upp á handriðið
og veifaði höndunum, eins og hann ætlaði
að fara að fljúga. Isbrjóturinn rendi sjer
undir brúna og skyldi eftir sig langa og
breiða vök, en í sömu svifum misti Óli
jafnvægið og datt beint niður í vökina.
Jens gamli og hásetarnir sáu nú að
Óli var í hættu staddur og flýttu sjer að
draga liann upp úr vökinni.
„Ertu orðinn alveg band-sjóðandi vitlaus
strákur,“ hrópaði skipstjórinn, „hvað hef’ðir
þú sagt, ef þú hefðir dottið oná skipið og
mölvað í þjer hvert bein!“
„Ekkert, bíst jeg við,“ sagði Óli og
hló, þó hann skylfi allur.
„Að heyra þetta,“ sagði Jens gamli,
„farið þið með hann oní vjelarúm, piltar,
og klæðið þið hann úr hverri ílík, en fötin
þurkið þið við eldinn.“