Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Side 10
morgni þriðja í jólum, var Æsa ekki í för
með lionum, og ])að þótti kaupmannsfrúnni
heldur en ekki einkennilegt!
Æsa, hver var Æsa? JÞað var hún Æsa,
sem verið hafði barnfóstra hans Ola, og
sem verið hufði í þjónustu lijá foreldrum
kaupmannsfrúarinnar, en síðar hjá henni,
þangað til hún alveg óvænt fjekk arf frá
Ameríku og gat sest að í eigin hýbýlum,
þó raunar smá væru. Æsa var gömul eins
og forngripur, og Ola þótti sjerstaklega
vænt um hana, því hún hafði oft sagt
honum sögur, og Æsu þólti vænt um Óla,
af því hann var röskur drengur. Og Æsu
gömlu þótti alla tíð mikið til ])ess koma
er hún þáði heimboð frá kaupmannshjón-
unum. Hún var altaf með eitthvað í skjóðu
sinni lianda börnunum, og það brást ekki
að hún segði þeim sögur. Æsa kunni
Ijómandi fullegar sögur. Stundum sagði
hún þeim söguna um hana Rauðheltu og
Mjallhvit, stundum sagði hún söguna af
risanum í skóginum og skraddaranum frækna,
og Hans og Grjetu kunni hún utan bókar.
Æsa álti jafn margar sögur í fórum sínum
og hár voru á höfðí hennar.
Þetta var nú Æsa — og þriðja í jólum
var hún ælíð vön að þiggja heiml)oð frá
kaupmannshjónunum. Það var liátíðisdagur
í lífi hennar, það var hátiðisdagur fyrir
börnin, og pabba þeirra og mömmu þótti
ætíð gaman er Æsa kom, því hún kunni
frá mörgu að segja, sem fullorðnu fólki
þótti gaman að heyra.
Og í þetta sinn kom Æsa ekki!
„Hvað kemur til, Jensen,“ spurði
mamma Óla, „er Æsa veik, eða hvað?“
„0 nei, frú mín góð,“ sagði Jensen,
bóndi frá Ilvannengi, og klóraði sjer á bak
við eyrað, „líklegast hafið þjer gleymt að
senda henni heimboðið, að minsta kosti
hefur hún ekki fengið það en þá!“
„Ekki fengið heimboðið!“ lirópaði frúin,
„já, en Óli minn, hann er víst annars
ekki heima.“ I sömu svifum bar kaup-
manninn að, og kona hans sagði honum
hvernig komið væri.
„Hvar er OH?“ spurði hann straks, og
er Óli kom í sleða Vasabæjarbóndans fjekk
hann heldur en ekki á baukinn.
„Hvað hefur þú gert af brjefinu til
hennar Æsu,“ spurði pabbi hans, „jeg man
að jeg bað þig að koma því í póstinn að-
fangadag. Þjer lá þetta litla á, ])ú varst
að fara út á tjörnina!“
Óli skammaðist sin niður fyrir allar
hellur, því brjéfmu hafði hann týnt, en
hann reyndi að verja mál sitt eins vel og
han gat:
„Jeg hlýt að hafa gleymt brjefinu
dagirm sem jeg var á skautum og dagin
eftir lentum við í áflögum, jeg og Hans,
og svo datt jeg í sjóinn — og þá hlýtur
brjefið að hafa hrökkið upp úr vasa
mínum, eða týnst þegar fötin voru þurkuð
um borð í ísbrjótnum. En jeg biðst
fyrirgefningar, jeg skammasl mín fyrii
þetta, og Æsa gamla —“ lengra komst
hann ekki, því þá fjekk hann grátstafinn í
kverkarnar.
Pabbi lians sá að honum var full alvara
og vildi ekki refsa honum, þó hann fylli-
lega ælti það skilið fyrir óskilvísina. „Jæja,
drengur minn, jeg þarf vísl ekki að segja
meira um þetta, þú hefur víst ])egar felt
dóm í máli þínu.“ Pabbi hans strauk
hendinni yfir hár hans, og Óli tók utan
um hálsinn á föður sinum. Síðan hringdi
kaupmaðurinn eftir hraðskreiðasta bílnum
í bænum og bað bílstjóran að sækja Æsa
gömlu þegar í stað. Þá hýrnaði heldur en
ekki yfir Óla, og þegar Æsa gamla kom
var heldur en ekki gleði á ferðum.
Seinna um kveldið var kveykt á jóla-
trjenu, og augu 'Æsu ljómuðu eins og skær
jólaljós, og hún söng alla jólasálmana
fullum rómi. Æsu þótti mjög gaman að
sjá jólutrjeð, hún gladdist ylir því eins og
börnin. Hún tók báðar systur Óla í fang
sjer, og Óli settist á fótskörina við fælur