Kirkjuritið - 01.07.1957, Síða 9

Kirkjuritið - 01.07.1957, Síða 9
PRESTASTEFNAN 1957 Setning prestastefnunnar. Prestastefnan hófst með messugerð og altarisgöngu í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 20. júní sl. kl. 10,30 f. h. Þorgeir Jónsson prófastur á Eskifirði prédikaði, en Sigurður prófastur Stefáns- son á Möðruvöllum þjónaði jafnframt fyrir altari. Biskup íslands setti prestastefnuna með ritningarlestri og bænagerð kl. 2 e. h. í kapellu Háskólans. Síðan var gengið í hátíðasalinn, og þar flutti biskup ávarp og yfirlitsskýrslu sína. Hann las og reikninga Prestsekknasfóðs. Þessir voru tilnefndir ritarar: Friðrik prófastur Friðriksson, séra Gunnar Ámason, Jón prófastur ísfeld, séra Jónas Gíslason og séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Ávarp biskups. Kæru starfsbræður og vinir. Verið allir hjartanlega velkomnir til þessarar prestastefnu. Og ég þakka yður fyrir samverustundina í Dómkirkjunni í morg- un. Einkum þakka ég þeim próföstunum, séra Þorgeiri Jóns- syni og séra Sigurði Stefánssyni, áhrifaríka og fagra prédikun og altarisþjónustu. í kapellunni heilsaði ég yður með þeim Ritningarorðum, sem eru ein hin máttugusta áminning til vor, og að sama skapi sem vér lifum eftir henni, verður starf vort auðugt að bless- un: „Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.“ Og þau orð eru skýrð með því, sem á eftir fer. Hugarfar Krists er hugar-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.