Kirkjuritið - 01.07.1957, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.07.1957, Qupperneq 22
308 KIRKJURITIÐ Loks er unnið að endurbótum á prestsseturshúsunum að Mælifelli, Hofsósi, Höskuldsstöðum og Melstað. Umsjón með byggingum þessum hefir Björn Rögnvaldsson húsasmiðameistari. Húsameistari ríkisins sér um byggingaframkvæmdirnar á Hrafnseyri, heimavistarskóla með íbúð fyrir prest. Nokkrir prestar hafa ráðizt í það að koma sér upp útihúsum og fengið talsverðan styrk til þess. Eru sum þessara húsa stór og vönduð. Reynt verður til þess að fá hækkun á styrknum til byggingar prestsseturshúsa. Er þess ekki vanþörf sökum mikillar hækkun- ar á byggingarkostnaði. Ur skýrslu söngmálastjóra. Skýrsla söngmálastjóra telur stofnaða 2 kirkjukóra á tímabil- inu frá 1. júní f. á. til 1. júní þ. á., annan í Djúpavogssókn, hinn í Nessókn í Suður-Þingeyjarsýslu. Hafa þá alls verið stofnaðir á landinu 187 kirkjukórar, þar af tveir barnakórar. Skyldi barna- kórum fjölga sem mest og þeir verða til aðstoðar við sem flest- ar kirkjur á landinu. Nokkrir kórar aðrir syngja við messur. Ennfremur fjölgaj' þeim kirkjukórum, sem annast ekki aðeins söng við kirkjulegar athafnir heldur einnig á öðrum samkomum safnaðanna. Alls hefir 51 kirkjukór sungið opinberlega á árinu 96 sinn- um, auk söngs við kirkjulegar athafnir. Eru þær söngsamkom- ur nú orðnar 1370 frá því er söngmálastjóri tók til starfa árið 1941. Þessi fjögur kirkjukórasambönd héldu sitt söngmótið hvert: 1. Kirkjukórasamband S.-Þingeyjarprófastsdæmis að Skjól- brekku í Mývatnssveit sunnudaginn 10. júní. Þáttakendur 8 kirkjukórar, um 200 manns. 2. Kirkjukórasamband llangárvallaprófastsdæmis að félags- heimilinu Gunnarshólma í Landeyjum sunnudaginn 18. nóvember. Þátttakendur 8 kirkjukórar, um 140 manns. 3. Kirkjukórasamband V.-Skaftafellsprófastsdæmis að Vík í

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.