Kirkjuritið - 01.07.1957, Page 28

Kirkjuritið - 01.07.1957, Page 28
314 KIRKJURITIÐ febrúar, og voru tekin þar fyrir og afgreidd yfir 20 mál. Hefir nokkuð verið skýrt frá hinum helztu þeirra í blöðum og Kirkju- ritinu, svo að þau verða ekki rakin nánar hér. Kirkjuráð skipa nú auk biskups: Gísli Sveinsson f. sendiherra, varaforseti ráðsins, Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari, séra Jón Þorvarðsson og séra Þorgrímur Sigurðsson. K.F.U.M. og K. hafa unnið mikið kristilegt og kirkjulegt starf bæði vetur og sumar. Einkum má þar nefna fjölsótt mót og sumarbúðir í Vatnaskógi. Undirbúningur er einnig hafinn á vegum Þjóðkirkjunnar að sumarbúðum fyrir börn og unglinga að Löngumýri í Skaga- firði. Hefir forstöðukona Húsmæðraskólans þar af mikilli rausn og góðvild boðið hin miklu og ágætu húsakynni skólans til þessa starfs. Starf Kristniboðsfélagsins í Konso hefir eflzt á árinu, verið aukið þar starfslið. Munu þau fara þangað hjónin Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjartsdóttir. Kirkjuhátíðir. Skálholtshátíðin er enn í fersku minni þeirra, sem hana sóttu, og raunar þjóðarinnar allrar, að svo miklu leyti sem með henni var fylgzt í útvarpi. Hefir undanfarið verið unnið að samningu bókar um hátíðina, og mun hún væntanlega prentuð á þessu sumri. Verður leitazt við að vanda sem bezt til útgáfunnar og hafa í henni allar ræður og erindi, sem flutt voru í Skálholti 1. júlí, svo og hátíðarljóð séra Sigurðar Einarssonar og sjónleik séra Sveins Víkings. Einnig er fyrirhugað, að fjöldi mynda verði í bókinni. Eg læt því nægja að skírskota til þessarar væntanlegu bókar, sem ég efa ekki, að verði mikið keypt og lesin og haldi á lofti minningu þessarar mildu kirkjuhátíðar uin ókomnar ald- ir. Um liana hefir einnig verið ritað í erlend blöð og tímarit og lokið á hana hinu mesta lofsorði. Hefir mér einnig borizt fjöldi bréfa, þar sem tekið er í sama streng. Sérstaklega vil ég geta þess, að einn boðsgestanna dönsku ritaði í Præsteforeningens Blad áskorun til embættisbræðra sinna í Danmörku um að vinna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.