Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 29
FRESTASTEFNAN 1957 315 að því, að íslenzkum handritum í Safni Árna Magnússonar verði sem fyrst skilað aftur íslendingum. Þau áhrif hafði koman til íslands á hann. Öll sú ástúð, sem íslendingum var sýnd á þess- ari 9 alda afmælishátíð íslenzks biskupsdóms bæði í orði og verki, mun verða þeim dýrmætt veganesti á komandi árum. Aldarafmælis Heydalakirkju var minnzt með hátíðlegri guðs- þjónustu í kirkjunni, þar sem biskup og sóknarprestur prédik- uðu, og mjög fjölmennu samsæti í félagsheimilinu að Heydölum sunnudaginn 22. júlí. Var þá stofnaður byggingarsjóður nýrrar kirkju að Heydölum, er verði kennd við séra Einar Sigurðsson, sálmaskáld. Til minningar um 850 ára afmæli Hólastóls var einnig haldin vegleg kirkjuhátið á Hólum 19. ágúst að viðstöddum miklum mannfjölda. Hefir séra Helgi Konráðsson prófastur skrifað um hana í Kirkjuritið og verið sagt frá henni í blöðum. Ríkisstjórnin veitti nokkurn styrk til hátíðarhaldanna eins og til Skálholts- hátíðarinnar og var samþykkt á Alþingi, að Hóladómkirkju skyldi gefið vandað pípuorgel í afmælisgjöf. Patreksfjarðarkirkja átti fimmtíu ára afmæli 19. maí. Kvöldið fyrir fór fram samsöngur í kirkjunni. Söng 20—30 manna kór. Söngstjóri var Steingrímur Sigfússon og hafði hann samið lag við 117, sálm Davíðs og tileinkað hátíðinrii. Næsta dag fór fram í kirkjunni hátíðaguðsþjónusta, þar sem biskup og sóknar- prestur prédikuðu, og voru kirkjunni gefnar margar og veg- legar gjafir. Fjölmenni var viðstatt og öllum boðið til samsæt- is á eftir. Hálfrar aldar afmælis Húsavíkurkirkju var minnzt með há- tíðaguðsþjónustu og samkomu 2. júní. Vígði ég þar skírnar- r°nt, er Kvenfélag Húsavíkur gaf af venjulegri rausn og höfð- ingsskap. Jafnframt skírði ég sex börn. Séra Friðrik A. Frið- riksson prófastur prédikaði. Mikið fjölmenni var við guðsþjón- ustuna og samkomuna á eftir í kirkjunni. Karlakór Húsavíkur °g Karlakórinn Þrymur önnuðust söng, en frú Gertrud Frið- riksson lék undir. Sungin voru m. a. lög eftir þá feðga séra Friðrik og séra Örn. Séra Friðrik hafði einnig ort helgiljóð, °g verða þau prentuð í Kirkjuritinu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.