Kirkjuritið - 01.07.1957, Side 36

Kirkjuritið - 01.07.1957, Side 36
322 KIBKJURITIÐ Séra Jón Þorvarðsson hafði framsögu um Útvarpsmessur og kirkjulegar athafnir. Ýmsir tóku til máls. Biskup gerði grein fyr- ir aðgjörðum viðvíkjandi raflýsingu og rafhitun kirkna. Rætt var lítilsháttar um hvort, bænadagurinn væri á heppilegum tíma. Að lokum voru af hálfu allsherjarnefndar bornar fram og samþykktar eftirfarandi TILLÖGUR: 1. Prestastefnan þakkar skilning Alþingis og ríkisstjórnar á þörfum og nauðsynjum íslenzku þjóðkirkjunnar, eins og hann hefir á margvíslegan hátt birzt á undanförnum ár- um, en leyfir sér jafnframt að skora á Alþingi og ríkis- stjórn að hækka árlegt framlag ríkisins til Kirkjubygging- ingarsjóðs um 500.000,oo kr. 2. Prestastefnan skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita þeg- ar á fjárlögum næsta árs kr. 5.000.000,00 í því skyni að þjóðin eignist sem fyrst biskupsgarð í Reykjavík. 3. Prestastefna íslands 1957 telur brýna þörf aukins æsku- lýðsstarfs á vegum kirkjunnar. Samþykkir hún því að fela biskupi að skipa nefnd 7 manna, er gjöri tillögur um hvað vænlegast sé til úrbóta í þessum efnum og vinni að fram- gangi þessara mála. 4. Prestastefna íslands 1957 fagnar því, að handritamálið skuli hafa verið tekið upp að nýju, m. a. með þingsálvkt- unartillögu síðasta Alþingis og lætur í ljósi þá von, að málinu verði héðan af fylgt fram, unz viðunandi lausn er fengin. 5. Prestastefna íslands mælir með því við presta landsins, að þeir gangist fyrir því, að safnaðarfundir í sóknum þeirra samþykki, að hver sóknamefndarmaður fái eitt eintak af hverjum árangi Kirkjuritsins, sem greitt sé af safnaðar- gjöldum. 6. Prestastefnan telur heppilegan tíma til flutnings á útvarps- messum kl. 11 f. h.. 7. Prestastefnan telur með öllu ótækt að útvarpa leikritum,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.