Kirkjuritið - 01.07.1957, Page 43

Kirkjuritið - 01.07.1957, Page 43
PISTLAR 329 Hin fyrri er úr ummælum um Einar Benediktsson: „Það verð- ur að miklu leyti eilíft einkamál skáldsins, hvað hann lifði á þeim stundum, sem voru honum sjálfur veruleikinn, — eins og það var ráðgáta fyrir manna sjónum, hvemig sá maður, sem þeir hittu „við skrum og við skál“, hafði getað varðveitt þennan heiða heim ofar skýjum og veðrum. En ég get ekki verið í vafa um, að hann hefir þá fengið glampa af vitund og kennt unaðar, sem útvaldir einir þekkja. Þessi mikli andi hefir verið máttugastur í vanmætti sínum, er hann hafði varp- að af sér öllum heimsþótta og veraldarvizku. Og vald hans á tungunni verður aðdáanlegast, þegar það er að þrjóta fyrir orð- vana undrun barnsins og hann reynir að gera sig skiljanlegan með táknum og líkingum. Það er engum of gott að telja allt það í Hvömmum og öðrum kvæðum Einars Benediktssonar, sem nær út yfir hversdagslegan sjónhring þeirra, óráðshjal, — að lifa sælir í þeirri vissu, að takmörk mannsandans liggi nákvæm- lega við þeirra vallargarð, — og spá því, að slíkan skáldskap nenni menn ekki að lesa í framtíðinni." Hið síðara er um síra Jón Magnússon: „Síra Jón hefir á fleiri en einn hátt séð í þá heima, sem dulsæismenn ýmissa landa, tíma og trúarbragða hafa reynt að lýsa, eftir því sem orð hrökkva til. Hann þekkir bæði uppljómun hugsunarinnar, hinn óumræðilega fögnuð hjartans og afhjúpun dásemdanna í au- virðulegasta umhverfi, þegar hin líkamlegu augu verða andlega heilskyn. En slík reynsla er meðal skýrustu einkenna og ríku- legustu umbunar þeirra manna, sem verða frá sér numdir á vegum trúarinnar. Þessar játningar síra Jóns eru mér ærin sönn- un þess, að trúarlíf hans, mitt í öllum veikleika og hindur- vitnum, stefndi að því marki og nálgast það mark, sem útvald- ir einir komast að á beztu stundum sínum.“ Þessi orð eru bæði sönn og umhugsunarverð. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.