Kirkjuritið - 01.07.1957, Qupperneq 48

Kirkjuritið - 01.07.1957, Qupperneq 48
334 KIRK JUBITIÐ fund og einhverjir hafa leitað aftur norður á bóginn til átt- haganna. Forfeður vorir hafa haft spurnir af björtum og biíðum guði, sem frændur þeirra Gotar dýrkuðu og kölluðu Frey. Hann leysti úr höftum (var frelsari) og grætti ekki mey né mannskonu. Allt þetta kemur vel lieim og saman við kristnar hugmyndir fornar. Nú reikar sögnin eins og í draumi yfir staði og stundir, eins og Grímur Thomsen kemst að orði. Og þegar þess er gætt að sjö eða átta aldir líða, þangað til farið er að skrá nokkuð um Frey á Norðurlöndum og ekki er ýkjamikið vitað um sam- hengi eða hugmyndaheim norrænna þjóða frá þessum tíma, þá er það skiljanlegt, að ýmsar ævintýralegar sagnir geti mynd- azt um hinn bjarta og fagra guð friðsamra manna, þann er hafnar sverðinu vegna ástar sinnar og bíður þess vegna ósigur fyrir öflum myrkursins í Ragnarökrum. Enda þótt Freyr inn gotneski væri upprunalega enginn ann- ar en Kristur, fær hann á sig svo sérkennilegan blæ í skáld- skap og ímyndun norrænna manna, eftir að goðsögnin hefir farið þessa krókaleið út úr götu almennrar kristniboðunar, að Freysdýrkendur seinni tíma þekkja hann ekki aftur, þegar þeim er boðaður Hvíti-Kristur. Barnatrú Helga magra hefir því senni- lega verið ein og hin sama og hann primsignist seinna til í írlandi. Það var því mikil ástæða til, að hann nefndi bæ sinn Kristnes. Arfleifð heilagra í Ijósinu. Eitt merkilegt atriði kemur hér enn til greina. í Grímnismál- um segir, að goðin hafi gefið Frey Álfheim að tannfé. Ljósálfar voru fegri en sól, segir Snorri. Fyrir þessari fögru veröld ræð- ur Freyr. Nú er það álit margra fræðimanna, að álfarnir tákni raun- verulega sálir framliðinna manna, og sé Álfheimur því ekkert annað en tilveran bak við dauðann. Verður staðhæfingin um konungdæmi Freys yfir Álfheimum enn skiljanlegri, ef Freyr er upprunalega enginn annar en Kristur sjálfur. Því að hann var sá drottinn, sem réð fyrir arfleifð heilagra í ljósinu. Um

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.