Gelmir - 01.04.1954, Side 6
að mestu, og skarkalinn er hljóðnaður. Rykmökkurinn, sem yfir vagnin-
um sveif fyrr um daginn, er til hvíldar lagstur. Skrölt bifreiðarinnar rýf
ur kvöldkyrrðina með sömu áhrifum og þegar sót fellur á hreina mjöll.
Ég fvrirverð mig og tek að kyrja skammgilt dægurlag. Vegurinn sveigir
niður móinn, liggur yfir grundina og hjá rammgerðu sauðfj árvarnar-
hliði; við sporð veglegu brúarinnar, sem yfir kolmórautt fljótið liggur,
siöðvum við bifreiðina. Gamall maður kemur út í dyr kofans, sem við
hliðið stendur, og op.iar það með þræði, er liggur uppað kofadyrunum.
Sundurgerðar gætir í klæðnaði hans og stingur litríkt hálsbindið mjög í
stúf við sauðsvarta lopapeysuna. Hann veifar brosandi til okkar og virð-
ist ánægður með hlulskipti sitt. Við gjöldum í sömu mynt. — Vegurinn
liggur suður bakkann hinum megin, en vart höfum við komizt tvo tugi
metra frá brúnni, þegar við kveður hár hvcllur og Jón stigur skjótt á
hemilinn. „Hvert í hoppandi! Þetta var punktering,“ tautar hann um leið
og hann stekkur útúr. Ég fylgist með honum. Annað afturhjólið hefur
sprungið og nú er hafizt handa til viðgerða. — Hófahljóð glymur á
brúnni. Við lítum upp og sjáum gráan gamallegan áhurðarhest koma út
á hana. Á baki hans situr drenghnokki í ljósum samfestingi, og ber hann
ákaft fótastokkinn. — Þeir eru komnir yfir um. Drergurinn beinir hest-
inum útaf malarveginum á troðningana, er liggja samsíða honum. Hann
hvetur jálkinn hreykinn og heilsar okkur glaðlega, um leið og þá ber
framhjá. Við stöndum hljóðir á vegarbrúninni og heyrum hófadyninn
deyja úl i grasigrónum götum.
B. Þ. G.
I N MEMORIAM
UTREKSTRAR
6. BEKKJAR
(PAX VOBIS CUM)
6
GELMIR