Epilogus

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Epilogus - 01.04.1955, Qupperneq 1

Epilogus - 01.04.1955, Qupperneq 1
EPILOGUS A P R í L 19 5 5 HVERT J5TEFN1R? Hverl stefnir í skólalífinu? Þetta er spurning, sem ekki verður komizt hjá að velta fyrir sér, enda ekki seinna vænna. í seinni tíð hefur mjög borið á því, að ýmsar „traditionir“ skólans hafa lagzt nið- ur. Má þar nefna sem dæmi, að útrekstrar og gangaslagir liafa lagzt algjörlega niður. Má kenna skólastjórninni að nokkru leyti um það, því að þeir tveir árgangar, sem lagt hafa niður útrekstra hafa fremur verið lattir þeirra en hvattir, á þeim forsendum, að mér skilst, að oft séu húsgögn skólans skemmd í þeim átökum. Að vísu er það rétt að það hefur komið fyrir að liorð eða ann- að hafi brotnað. En eru ekki borðin ofmet- in? Mitt álit er að svo sé. Menntaskólinn á Akureyri hefur það fram yfir flesta skóla aðra, að liafa „tradi- tionir“, sem illu heilli eru að týna tölunni. en umfram allt hefur þessi skóli þá „tradi- tion“ að bera virðingu fyrir kennurum sín- um, enda ólæti í tímum mjög sjaldgæf og hefur skólinn því haldið öðrum brag en aðrir skólar. Meðan þannig stefnir, að gamlar venjur em lagðar niður eða orðnar nafnið eitt (t. d. tolleringar), er skólinn á lnaðri leið nið- ur menntunarlega glötunarbraut. Hver sá maður, sem stuðlar að því að leggja niður gamlar venjur ætti að athuga hvílíka á- byrgð hann tekur sér á herðar. Hvert skref í þá átt færir skólann nær þeim upplausn- aranda, sem ríkir í alltof mörgum íslenzk- um skólum. Þegar því stigi er náð, verður skólinn ekki lengur menntastofnun, heldur stúdenta- útunguuarvél, sem framleiðir andlausa og menntunarsnauða menn með stiidentahúfur á höfðinu. Skólastjórnin verður að gera sér grein fyrir því, að sá kraftur seni ekki fær útrás í saklausum áflogum, er líklegur til að fá út- rás í einhverjum óheilbrigðari athöfnum. Menn kunna þá að segja, að það sé and- slætt hugsanágangi nútímans að halda í gamlar venjur, sem raunverulega hafi enga, þýðingu. Því er til að svara, að í stjórn skóla senr þessa, er íhaldssemi nauðsynleg. en afturhaldssemi og fljótræði í þessum efnum dauðasynd. Eg veit, að það er erfitt að sigla á milli skers og báru í þeim ólgusjó lítilsvirðingar, sem nútíminn sýnir hverskyns gömlum hefðum, eu verður samt að gerast. Ef sú þróun sem nú er þegar hafin verð- ur ekki stöðvuð, eru örlög þessa skóla ráð- in. Skriða upplausnarinnar mun rífa skól- ann með sér og gera liann að einni hinna menningarlausu skrílstofnana, sem allir þekkja. Að sjálfsögðu er það ekki á valdi skóla- stjórnarinnar einnar að spyrna við fæti.

x

Epilogus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.