Epilogus


Epilogus - 01.04.1955, Síða 2

Epilogus - 01.04.1955, Síða 2
2 E P I L O G U S »\ýI viiidiii*iii]i« öt er komið íjórðt. og síðastö töluljlað Munins á þessum vetri. Blaðið birtir grein- arkorn eftir K. R., sem nefnist „Hrærivél- in“, og er þar stuttlega vikið að starfsemi Hugins í vetur. Ritstjórn Munins gat vænzt þess, að stjórn félagsins væri á öndverðum meiði við greinarhöfund og hefði því verið drengilegt af hennar hálfu að ljá stjórn fé- lagsins rúm í blaðinu, til að skýra sjónar- mið sitt. En það hefir ritstjórinn ekki gert, og hefi ég því með þökkum þegið tækifæri, seni mér hefir boðizt til að skýra málið nánar. Greinin hefst á einskonar stefnuskrá eða stríðsyfirlýsingu höfundar, sent af liógværð og lítillæti hjarta síns hyggst „sýna okkur heiminn“ og „opna alla glugga og láta hressandi nýja vinda streyma um staðnaða hugi.“ Verkefnið er sannarlega ekki skorið við nögl og hæfir stórmennum einum, og K. R. telur sig sennilega þar í sveit. Annars getum við volaðir og þröngsýnir menntskælingar lofað mildi forsjónarinnar, sem séð hefir aumur á okkur og valið K. R. Nemendur verða líka að gera sinn skerf og ef allir hjálpast að, getur þessi skóli haldið áfram að vera það, sem hann hefur ætíð verið: ein af vingjunum í hinni miklu menn- ingarlegu eyðimörk, sem skólakerfi okkar er. fí;.. Ö.S. li] björgunarstarfa. Má og glögglega af því sjá hve vegir forsjónarinnar eru órannsak- anlegir. K. R. telur, að undirstaða allar starfsemi sé gagnrýni og samkvæmt því hefir hann með grein sinni lagt grundvöll að þrótt- miklu starfi Hugins, Munins og leikfélags á komandi vetri. Vandinn sé aðeins sá að gagnrýna, svo komi allt starfið! . . (Snjall maður K. R.) Við hinir, sem teljum vinnu og áhuga undirstöðu alls félagslífs í skólanum þökk- um K. R. í auðmýkt fyrir þetta einstæða náðarmeðal, þó við í aðra röndina höfum takmarkaða trú á þessum „nýja vindi“. K. R. leggur þunga áherzlu á það í grein sinni, að málfundafélagið sé „fyrir alla nemendur“, og eru það í sjálfu sér engar fréttir. Hinsvegar verður ekki hjá því kom- izt að benda K. R. á, að samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess sá að gefa út blað og þjálfa nemendur í ræðumennsku. Þessari sky]du hefir félagið ekki brugðizt, heldur veitt nemendum fleiri tækifæri en nokkru sinni fyrr, til að koma fram opin- berlega, á málfundum, í blaðinu, og á bók- menntakynningum, svo að þessu leyti hefir félagið aldrei starfað betur fyrir alla nem- endur en einmitt í vetur. K. R. virðist vera óánægður með um- ræðuefni málfundanna og vill hafa þau „alþýðlegri“ og vitnar í því sambandi til ummæla liins svokallaða „verandi varafor- manns félagsins“, en sá maður vildi alls ekki tala um andleg efni (sennilega aðeins líkamleg). Þetta er í fyrsta sinn, sem ég

x

Epilogus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.