Epilogus


Epilogus - 01.04.1955, Síða 5

Epilogus - 01.04.1955, Síða 5
E P I L O G U S 5 Að leiððrlohum Þessi vetur hefur nú senn runnið sitt skeið á enda og því tímabært að skyggnast inn í félagslíf skólans og atlniga hver úl- koman verður að leiðarlokum. Oviðkomandi maður, sem liorft hefði, sem hlutlaus áhorfandi á félagslífið myndi vafalaust segja, að það hefði verið fjörugt, og hefði að talsverðu leyti á réttu að standa. Heil kynstur skemmtana og samkoma hafa verið haldin (af mjög misjöfnum gæðum), mikill fjöldi allskonar aðalfunda, íþrótta- móta, skákmóta, bókmenntakynninga, skák- funda og málfuuda að ógleymdum ósköp- unum, hinum nærri vikulegu böllum, en því miður liefur þelta allt átt mjög takmörkuð- um áhuga nemenda að fagna. Það liggur því ljóst fyrir, að eitthvað hlýtur að vera bogið við það, að svo fjöl- breytt félagslíf skuli ekki geta haldið áhuga manna vakandi. Það verður ekki koinizt hjá að sjá hversu gleðisnauðar skemmtanir í skólanum eru orðnar og er algjör undan- tekning ef maður sést, sem getur kallast glaður. Mér virðist það eitt af táknum tímans, að hin sanna heilbrigða gleði er að hverfa. Aður fyrr glöddust menn af hjarta yfir litlu, en nú er nærri sama hversu vel er gert. Allt er mælt á mælikvarða fullkomleikans og ekkerl stenzt mál. Menn eru óánægðir með allt og telja jafnvel heiðri sínurn því aðeins borgið, að þeir séu aldrei ánægðir og sýni þannig heiminum, að þeir séu mikl- ir karlar, sem hafa efni á að gagnrýna. Mitt álit er, að félagslífið sé í öldudal, þó að nokkrar skemmtanir vetrarins hafi getað talizt góðar. Ástæðnanna fyrir þessu ástandi er fyrst og fremst að leita í þeirri afstöðu manna, sem áður er nefnd, sem svo hefur þær afleiðingar að menn missa áhug- ann og enginn nennir að gera neitt, eða verkið lendir á fáum mönnum. Oft vill brenna við, að menn séu feimnir að koma með skemmtiatriði, sem ekki eru þannig, að þau séu hæf á svið í Þjóðleikhúsinu. Mönnurn finnst þeir verða sér til skammar fyrir barnaskap, ef allt er ekki fullkomið. Oft er þó hlutum svo farið, að ófullkom- leiki þeirra gefur þeim gildi, þó að sjálf- sögðu verði hann að vera innan takmarka. Sem dæmi má nefna, að Winston Churchill, sem frægur er fyrir sína ræðusnilld, hefði aldrei orðið það, ef hann liefði flutt ræður sínar gallalaust, eins og góður þulur. Góðir skólafélagar! Nú verður það ykk- ar hlutverk að rétta við skútu félagslífsins, sem nú rekur undan vindi og sjó, og snúa henni upp í vindinn, til að verjast áföllum og sækja svo móti veðrinu. Ekki er því til að dreifa hér, að ekki séu fyrir hendi nógu miklir hæfileikamenn; hér eru fjölmargir sem góða hæfileika hafa til slíkra hluta og auk þess allgóð aðstaða, þar sem meira en hálfur skólinn er samankominn í heimavist- inni. En umfram allt verðið þið að varðveita með ykkur hæfileika barnsins, til að gleðj- ast, því án gleði getur félagslífið aldrei orðið lifandi. Ó. S.

x

Epilogus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Epilogus
https://timarit.is/publication/455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.