Epilogus - 01.04.1955, Síða 6
E P I L O G U S
Iliigieiðing um tízknna
„Allt er í heiminum hverfult“ segir gam-
alt máltæki. Og víst er það, að þetta á ekki
betur við neilt af fyrirbrigðum daglega lífs-
ins en einmitt hina svokölluðu tízku. Tízk-
an er harla vítt og teygjanlegt hugtak, ef
kryfja á það til mergjar. Tízkan, spegill tíð-
arandans, birtist okkur í svo ótal marg-
breytilegum myndum, að við erum hætt að
gera okkur fyllilega grein fyrir,hvað flokka
má undir hana. Þessvegna álít ég, að mér sé
með öllu ofviða að ræða um tízkuna al-
tnennt. Eg kýs frekar að sníða mér þrengri
stakk og víkja að því sígilda deiluefni:
klæðnaði og tízkuæði kvenfólksins.
Á þá grein tízkunnar hefur verið litið, og
þá sérstaklega í seinni tíð, sem tákn alls
tízkubrölts. Allt frá því, að Eva spókaði sig
í Eden forðum daga íklædd laufblaði einu
saman, hefur konan varið mest öllu lífi sínu
í að dubha upp á þetta vesæla rifbein Ad-
ams gamla. Æði þetta hefur gengið í bylgj-
um yfir hrjáð mannkynið öld eftir öld.
Kvenfólkið gengur stöðugt með sýkina, en
er alveg ódrepandi. Aftur á móti virðist
karlmaðurinn liafa minni viðnámsþrótt,
enda hefur hann legið hálfgerða banalegu
nú um langt skeið. Svo mikið er víst, að
dómgreind hans hefur sljóvgast svo mjög,
að nú þekkir hann ekki sitt gamla rifbein.
Já, þannig hafa færustu hugvits- og upp-
finningamenn allra tíma glímt við að finna
upp eitthvað nýtt og fljótvirkara deyfilyf á
karhnanninn. Og svo þegar þessir andans
menn hafa verið þurrausnir hafa þeir bara
byrjað upp á nýtt. Þannig hefur lítill rass
verið í tízku eina öldina, en stór hina. Og
annað veifið þóttu þær fegurstar, sem lítil
eða jafnvel engin brjóst höfðu, en hitt veif-
ið þurftu þær að hlaða á sig kartöflupok-
um, til þess að geta talizt samkvæmishæfar.
Nú þykir það afar „smart“ eins og kallað
er, að kvenfólk gangi í hálfsíðum buxum.
En hvað gerðu hinar lítt dúðuðu liirðmeyj-
ar drottningarinnar á Englandi í Gaman-
hréfi Jónasar, þegar þær komu í spegilfagr-
an hlaðvarpann við höll konungsins íFrakk-
landi? En sem betur fer átti kóngsi sinn Di-
or, sem dreifði ösku á völlinn.
Já, þessi Diorastétt, sem er einhverskon-
ar pilsfalda og gúmíbrjósta akademía hef-
ur löngum verið þarfur gripur, eða hitt þó
heldur. Hún hefur unnið eins og kjarnorku-
ver að sprengjuframleiðslu og framleitt
sprengjur, sem eru miklu hættulegri en
kjarnorkusprengjur. Sprengjur, sem ætlað
er að afvegaleiða mannkynið, hinar svo-
nefndu geislavirku kynorkubombur. í dag
eiga þessar kynorkubombur óhugnanlega
mikil ítök í sálum okkar. Við opnum varla
blað né bók án þess að rekast á myndir eða
langt lesmál um þessar útvöldu persónur.
Fólk flykkist í kvikmyndahúsin, til þess að
sjá þær, og karlmenn verða eins og saltfisk-
ar augliti til auglitis við þær og ætu jafnvel
hafragraut, ef svo biði. Allt er það vegna
þessarar dularfullu sjómannslegu bílveiki,
sem geislavirkunin veldur. Og ekki nóg
með það. Svo ganga allir flokkar kvenfólks
dyggilega á eftir, og jafnvel smá púðurkerl-
ingar vilja verða kynorkubombur. Þannig
er ekki óalgengt að sjá á vorum dögum litla
Framh. á 9. síÖu.