Epilogus - 01.04.1955, Blaðsíða 10
10
E P I L ◦ G U S
- Tv«r tilvitnaiiir -
UM ELLINA
„As young as Your Faith“ eftir Mac Arthur
fyrrum hershöfðingja.
„Þú ert jafn ungur og trú þín — eins
gamall eins og efi þinn — jafn ungur og
sjálfstraust þitt — eins gamall og ótti þinn
— jafn ungur og vonir þínar — eins gamall
og vonleysi þitt.
I miðju livers lijarta er móttökusalur —
eins lengi og það tekur á móti skilaboðum
fegurðar — vonar — fögnuðar og hugrekk-
is ertu ungur í anda.
Þegar allir þræðir liafa rofnað og lijarta
þitt er þakið ísbreiðum svartsýni og rudda-
skapar — þá, og aðeins þá, ertu orðinn
gamall.“
ÚR DE SENECTUTE
eftir Cicero.
„Því að þegar ég íhuga það með sjálfum
mér, hversvegna ellin virðist aum, finn ég
fjórar orsakir: Eina, sem kallar frá almenn-
um störfum, aðra, sem veikir líkamann,
þriðju, að hun sviptir mann öllum nautn-
um, þá fjórðu, að hún sé ekki fjarlæg graf-
arbakkanum.
Látum okkur nú, ef okkur þóknast, líta á
hverja fyrir sig af þessum ástæðum, hve
mikilvægar þær séu og hversu réttlátar.“
Spurningin er aðeins: Hvort verður það
Cicero eða Mac Arthur, sem tekinn verður
til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 2000.
H.
Osig'nr
Nu nýverið hefur hirzt á prenti smásagan
„Ósigur“ eftir Niðfara. Höfundur ætlar
sýnilega að spinna tragiskan söguþráð, enda
liggur efnið — hörmung hins hvíta dauða
— mjög opið fyrir, svo auðveldlega mætti
semja sæmilega sögu. En Niðfari er hald-
inn annarlegri sótt, sem sé taumlausu sjálfs-
áliti, jafnvel monti. Þelta verður til þess, að
mest öll sagan fjallar um Niðfara sjálfan,
en hin ólánssama söguhetja hverfur alger-
lega í skuggann, nema rétt síðast.
Hvað varðar lesendur urn næturlestur
Niðfara í hók eftir Fallada? Þar er brugðið
upp mynd, sem gegnir engu hlutverki í sög-
unni um örlög sjúklingsins og er aðeins hók-
menntasnohlj, sem einstaka ungmenn ganga
með. Þessum bókmenntakvilla fvlgir geysi-
legur umsláttur og velþroskuð sjálfvirðing,
og verður þetta öllum venjulegum mönnum
mjög hvimleitt. Niðfari gerir sig sekan um
hróplega smekkleysu, þegar hann talar um
„verðlitlar konur“. Slíkur skortur á liátt-
vísi er aldrei fyndinn á prenti, þó hún sé ef
til vill gjaldgeng vara meðal vina Niðfara.
Sagan „Osigur“ táknar ósigur Niðfara sem
skálds, en með meiri sjálfsaga og skýrari
hugsun gæti Niðfari skrifað sögu, en aldrei
góða.
A.