Framtíðin - 01.04.1908, Side 8

Framtíðin - 01.04.1908, Side 8
24. F R AM T 1 Ð 1 N. hir'öulaus úm hagi þess. Hann verður að hafa niannslund, en ekki þræls og kunna að stilla skap sitt í hóf; treystir hann Jón- asi, vini sínum, best til að fullnægja öllum skilyrðum þessum. Drep jeg á þetta hér til þess að benda á, hversu hann bar heill íslands æ fyrir brjósti,—á námsskeiði, eins og á manndómsárum. Árið 1832 tók hanti embættispróf með hesta vitnisburði; mundi margur hafa lát- ið þar við lenda, krækt sér í stöðu og hald- ið heim; en Tómasi bjó annað í brjósti; þótt hann ætti heitmey heima, ættjörðu og ástvini, þá réðst hann — þegar að loknu námi — í langferð um aðal-menningarlönd þcirrar tíðar ('Þýskaland, Austurríki, Ital- íu, Frakkland og EnglandJ. Ferðalög voru all-erfið og kostnaðrrsöm í þann mund, því að eigi var járnbrautum enn til að dreifa. Eigi lét Tómas það aftra sér; ritar hann fööur sínum merkilega fallegt bréf um fyrirætlan sína og heitir á hann til liðveislu; fer hann mörgum fögrum orð- um um þaö, hversu vel og drengilega hann liafi styrkt sig til skólanámsins; nú sé því lokiö farsællega; en sér þyki það eitt á vanta, að hann þckki ekki siðu og háttu helstu menningar-þjóðanna; langi sig til að ferðast meðal þeirra, nema af þeim, afla sér lífsreynslu og auka þekkingu sína á veröldinni. Kveðst hann að því búnu munu snúa heim til ættjarðar sinnar og taka til starfa; bóka-heimurinn og mann- heimurinn sé sitt hvað ; bókleg þekking og lifsreynsla þurfi að fara saman til þess að hæbt sé að leysa lífsstarfið vel af hendi; úr skorti þessum vill hann nú bæta með ferðalaginu. Hugðist hann með því móti verða hæfari til þess að vinna ís- landi gagn; það átti aö njóta góðs af því, sem honum fénaðist í ferðinni. Vorið 1832 lagði Tórnas upp frá Kaup- mannahöfn í leiöangur sinn; fararefnin voru lítil og erfiðleikarnir margir; cn slík- um manni eru örðugleikarnir eggjan; líf hans er ein sigurför; dauðinn einn getur hindrað feröir hans; hann hlær að hættun- um og hindrununum og kann ekki að hræð- ast. Guð og giftan sleppa aldrei hendinni af þeim manni. Sá, sem aldrei hopar á hæli, deyr sigrandi, þótt örlögin verði hon- um yfirsterkari; því að sá einn bíður ósig- ur i lífsbaráttunni, sem lætur hugfallast, gefst upp og gengur ofureflinu á hönd að óreyndu. Tómas hélt nú suður í lönd, eins og hann hafði ætlað sér. Frá Neapel á ftalíu brá hann sér á skemtiskipi austur til Grikk- lands, Miklagarðs og Litlu-Asíu stranda; kom í ferð þeirri á marga merka staði um- hverfis Miðjarðarhafið og í því, t. d. eyj- arnar Möltu og Sikiley. Var hann himin- glaður yfir ferðalagi þessu, þótti það hið skemtilegasta, sem von var; kendi hann sér nú einskis meins og lék við hvern sinn fingur. Um ferðir sínar hefur hann skrifað margt fróðlegt og skemtilegt, þótt fæst af þvi sé almenningi kunnugt; einnig hefur hann lýst þeim í bréfum til föður síns og vina sinna Frá ítalíu hélt liann til Parísarborgar í Frakklandi; dvaldist hann þar vetrarlangt. Hugði hann gott til þess að sjá hinn fræga Signustað; en ánægja hans þar varð enda- depp. Kendi hann, skönunu eftir að hann kom þangað, sjúkdóms þess, er aldrei skildi við hann upp frá því og dró hann MÖrst til dauða. Lagðist hann þar rúm- fastur og lá mikinn hluta vetrar þungt haldinn af blóðspýtingi; þó hrestist hann •”i ' etrar voraði og hlýna tók, að hann gat haldið fram feröinni Var nú að eins seinasti áfanginn eftir, frá Parísarborg til Lundúna; en þaðan fór hann svo til Kaupmannahafnar; hafði hann þá verið tvö ár í ferðinni. Þegar hann kom þangað, stóð svo á, að Breiðabólstaður í Fljótshlíð var laus; sótti hann þá þegar um brauðið og fékk það. Fór lianu út til íslands um sumarið. Urn haustið reið hann norður að Garði í Aðal- dal að vitja heitkonu sinnar, Sigríðar, dótt- ur T'óröar sýslumanns Bjarnarsonar; stóð brúðkaup þeirra í Garði í byrjun vetrar; dvaldist hann þar til vors. Strax, er ísa leysti og heiöar voru færar, fór hann suð- ur til vígslu. Þá fann hann gróðurreit þann, er áður var ókunnur, uppi á öræfum : ber hann nafn hans og heitir Tómasarhagi.

x

Framtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.