Framtíðin - 01.04.1908, Síða 12

Framtíðin - 01.04.1908, Síða 12
28. FRAMTÍÐIN. þeim, sem fram koma vi'S manninn á upp- vaxtarárum hans. Þetta gilclir ekki að eins fyrir einstaklinginn, hcldur og fyrir hverja þjó'S sem er. Hvernig var þá þjó'S vor í bernsku? TJér svariS: Hraustir og herskáir vikingar. Jú, a'S vísu, en þeir voru meira en tryltir bardagamenn. Þeir voru frelsishetjur; því urSu þeir Islendingar. Þeir voru vit- menn og skýrleiksmenn, e'Sa svo var Njáll. AS þcir áttu viSkvæmni og tilfinningasemi í ríkum mæli sést best af sögu Hrafns og Gunnlaugs Ormstungu. Og víst var um þaS, a'S hetjan Egill bar sver'SiS mun bet- ur en sorgina. Þá höfSu þeir glögt auga fyrir því, sem fagurt var. ÞaS ráSum vér af því, hversu hrifinn Gunnar varS af fegurS Fjallkonunnar, eigi síSur en hug- fanginn af töfrum Hallger'Sar. BarniS var vel gefiS. En myrkur heiSninnar og vanþekkingar- innar grúfSi yfir þjóSinni eins og skamm- degisnóttin yfir landinu þá stytstur er dag- ur. Og í dimmunni hleypur þetta álitlega barn út á glapstigu heiftar og hcfnda og slítur þannig bestu taugurn sínum. En þá ber gest a'S garSi. Eins og vorblærinn svífur sunnan yfir hafiS, linar gaddinn, bræSir snjóinn og breytir honum í frjó-dögg, en blæs sálu suSursins í hina norrænu mold, svo kom engill kristninnar, mýkti vikingslundina og hvíslaSi ró og friS í eyra óvitans, sem eftir nokkra stund lét sefast. SverSiS er lagt til síSu; þaS rySgar og gleymist. En í staSinn eignast þjöSin penna. HefSi nú hin unga þjóS fengiS aS skoSa minnismerki þau, sem Grikkir og Róm- verjar létu eftir á gröfum sínum, þá hefSi penninn notast betur; bá hefSi fleira ver- iS ritaS en brot af sögu þjóSarinnar, og þá hefSi þjóS vor fengiS hugmynd um, hvaS þaS er, sem heimurinn kallar skáld- skap. HefSi hin unga þjóS fengiS aS líta hinn unga Vesturheim, og átt fé og föngtil aS leggja í haf aS nýju, þá hefSu víkinga- synirnir ekki lagst í öskustóna. HefSi hin unga þjóS fengiS aö heyra vísindamennina opinbera náttúrulögmáliS á verkstofum sínum, þá hef'Si gömlu vopnunum veri'S breytt i þarflegar vinnuvélar. Já, hefSu íslcndingar haft sömu tækifæri sem aSrar þjóSir, þá hefSi auSnuleysiS aldrei náS um stjórnvölinn, þá hefSu Danir aldrei rekiS síöasta rembihnútinn. En þjóöiri sofnar bundin! Ekki svaf hún þó svo fast, aö eyraö væri lokaö fyrir svanahljómi heiöanna, eöa báru kliö hafsins, eöa lækjarljóöi hlí'Sanna, eöa lóukvaki vallarins. Ekki svaf hún svo fast, aö augaS væri ekki opiö fyrir fegurS landsins, og “Eandiö var fagurt og frítt Og fannhvítir jöklanna tindar, Himininn heiöur og blár, HafiS var skínandi bjart.” Svona var þaS meöan hinar þjóöirnar voru aS losa sig úr álagahanmum,og breyta riddara-andanum í framsóknar-anda menn- ingarinnar, á nieSan heyröi íslenzka þjóö- in ekki anna'ö cn raddir Islands og sá ckki annaö en fegurö þess. Árin líöa. ísland vaknar. En hvílík morgunstund! íslendingar, er fyrrum voru fremstir í fylktu liöi konunganna, eiga ekki svo mikiö sem skjöld. íslendingar, sem áttu liprasta tungu allra Noröurlanda- þjóöa, eiga eklci nöfn yfir lítilmótlegustu verkfæri nágranna-þjóöa sinna. íslending- ar, sem voru frjálsastir allra manna, eru undirlægjur einhvers lítilmótlegasta liarS- stjórans, sem mannkynssagan getur um. En þó þeir værit eftirbátar annara þjóöa a'S mörgu leyti, voru þeir þó á und- an aö einu leyti. ÞaS eru tiltölulega fleiri gáfumenn meS þjóö vorri en öSrurn þjó'ö- um. ÞjóSin var öl! af sania bergi brotin, og stéttaskifting haföi aldrei gert eins mikiS aS verkum á íslandi, eins og í öör- um löndum. Því þá ekki a’S breyta þessu lnigsunar-afli í starfskraft? Slíkt er liægra sagt en gert. AS þaS sé mögulegt hafa Vestur-íslendingar sýnt, því fáir af þeim, sent mest liggur eftir, eiga ljóöabækur eft- ir sig. AS sú komi tíSin fyrir ísland sýna

x

Framtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.