Framtíðin - 01.04.1908, Síða 14

Framtíðin - 01.04.1908, Síða 14
30. F RA M T 1 Ð IN. brosi. „Ekki er furöa, þó þolinmæSi þín við mig sé á þrotum! Jeg ámæli þér ekki fyrir þa'ð. En það sem jeg á viö er nú þetta, a'ð þú komist a'ð ályktan þinni með stökki, þegar þú segir, að öllu sé lokið, sem á milli okkar hefur farið—að þú með öðr- um orðum segir það, sem þú hefur ekki fulla ástæðu til að segja. Þetta viltu. Þess vegna ályktar þú, að það sé svo. Auö vit- að getur þú sagt þetta fyrir þig, en ekki fyrir mig. Hvað mig snertir, er nú ekki öllu lokið. Trúlofuninni er ekki slitið. Jeg er enn þá bundinn þér, hvað sem tengdum þínum við mig líður.“ „En sú endemis-vitleysa 1“ „Já, er það ekki satt? En nú veistu, að það er svo margt hjákátlegt. Og litlu mun- ar, hvort það er einu fleira eða færra. I’arna er nú t. d. þyngdar-löginálið. Það er ógnar hjákátlegt, að eplið skuli dttta niður á jörðina, í staö þess að fljúga beint upp í loftið, sein öllum myndi finnast meiri virðing að og veglegra. Og svo er allskon- ar speki, og—“ „Mr. Grant!“—kallaöi nú stúlkan, og var byrst í máli. — „Hvað áttu við? Hvað ætlarðu þér með þessu? Verið getur, að þér finnist þetta fyndni, en mér finst alt annað. Ef þú vilt gera mér þann greiða, að lilusta á mig, þá tek jeg það fram, að mér finst það ganga ósvífni næst, að þú skulir staðhæfa það, að trúlofun okkar sé ekki slitiö, þcgar jeg, annar máls-aðilinn, þvcr-neita að standa við samninginn.“ „Jeg vona — hm — að þú álítir það ekki — lun — ókurteisi af mér, þó jeg leyfi mér a'ð gcra þá athugasemd, — hm — að það sé endemislegt aö staðhæfa, að trúlofuninni sé slitið, þegar jeg, hinn málsaðilinn, þver- neita aö láta leysa mig undan því að halda samninginn." „En hvernig getur þú lialdið samning- inn, ef jeg neita að halda hann?“ — spurði hún, og lét tælast til þess að fara að rök- ræða málið, sem gerði liana í bili veikari fyrir. „Já, það er nú ráðgátan! eins og dreng- urinn sagði, þegar kennarinn spurði hann, hvað mikið 7 sinnum 7 væri. Þú ert betri að ráða gátur en jeg, María! Seg þú það! Hvað er svarið ?“ „Það er þarflaust að svara því“—sagði hún, og var aftur einbeitt. „Tvær mann- eskjur giftast ekki, nema báðar gefi sam- þykki sitt. Jeg tek aftur samþykki mitt. Jeg vil ekki giftast þér. Giftingin er þess vegna ómöguleg, og þá getur þú ekki leng- ur verið bundinn samningi, sem þér er ekki unt að halda." Maðurinn strauk sér um hökuna og var hugsi. „Já, þetta lætur nú ógn vel i eyrum, sem þú segir“—sagði hann—; „en þó er jeg þess fullvís, að það er eitthvað bogið við það. Mig grunar, að vandræðin liggi 5 því, að jeg neita að þiggja lausnina. Mál- ið, sem um er að ræða, er í rauninni trú- lofunin sjálf, en ekki að eins það að halda liana. Auðvitað hcf jeg ekkert vald til þess að heimta að þú efnir hana. En svo hefur þú heldur ekkert vald til þess að leysa mig undan henni. Þú ert frjáls, af því þú hefur kosið þér það. Jeg er bund- inn, af því jeg hef kosið mér það. Þannig standa sakir. Þú munt líklega skýra vina- fólki þínu frá því, að þú hafir breytt fyr- irætlan þinni. Og að því er ckkert að finna. En þú verður þá að muna eitt: Þú verður að segja, að trúlofun þinni sé slitið, en ekki oltkar, því brúkir þú flcir- töiu, þá neyðist jeg til „í nafni hinna ná- kvæmu vísinda“ aö skýra frá því, að þú hafir ekki haft neina heimild til þess að tala fvrir mig, og að mín trúlofun standi óhögguð." „Endemis vitleysa !“•—hrópa'ði Miss Cav- arly upp yfir sig fyrirlitningarlega. „Endurtekning, góða mín !“—tók hann fram í fyrir henni. „Þú hefur sagt þetta áður, og—“ „Og það er ástæða til þess að segja það aítur“— sagöi hún hranalega. „En sú viska! Þú ert bundinn, en jeg er frjáls! Þú bindur þig við trúlofun, sem þér er ekki unt að halda! Þú ert skuldbundinn að ganga að eiga stúlku, sem ekki vill eigt þig!“ „Einmitt!“—sagði hann, og hló hjartan-

x

Framtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.