Framtíðin - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Framtíðin - 01.01.1910, Blaðsíða 8
168 FRAMTÍÐIN. V O R M E N N . Tileiukað L'ntíineiinaféT-JiiUiií íslandw, ’ Ungra krafta’ og gáfna glæöing, göfgi’ í hugsun, verki, list, íslenzk þjóöar endurfæöing, ísland frjálst — og þaö sem fyrst! —Þetta’ er helgum rúnum ritaö, röskva sveit, á skjöldinn þinn! Fegra merki geislum glitaö getur ekki himininn. Hér er þunga þraut aö vinna, — þú átt leikinn, æsku-her! Sjálfsagt munt þú síðar finna svalan blása móti þér. En úr því að þinn er vakinn Jjróttur, vilji, megin, trú, veröuröu ekki’ af velli hrakinn, — vísum sigri hrósar þú. Farðu um móöurmáliö höndum mjúkum bæöi’ í ræöu’ og song! Fjallkonunnar láttu löndum lýsa gullna ennisspöng! Frjáls og djarfur stattu’ í stafni, stýröu beint og sveigöu’ ei af, svo þeir kenni’, að kónga jafni knerri þínttm sigli’ í haf!

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.