Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 4

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 4
Úr reynsluheimi busans: Fyrsta árshátíðin mín! J (Saga af ástum, vonum og grimmilegum örlögum) Þegar ég hugsa nokkra daga aftur í tímann og lifi árshátíðina aftur í huganum minnist ég mest allrar tilhlökkunarinnar. Ég hlakkaði mjög til árshátíðar- innar, en fyrir því voru þrjár ástæður. í fyrsta lagi var ég í skreytinganefnd og gat því ekki beðið eftir því að árshátíðinni yrði aflokið svo ég gæti hætt að sitja í Gímaldinu og klína málningu í fötin mín. I annan stað smitaðist ég mjög svo af spenningi vinkvenna minna, og eftir endalausar umræður um plokkanir, litanir, Ijósaferðir, klippingar, greiðslur, strípur, sokkabuxur og svo auðvitað kjóla var ég orðin afskaplega spennt að sjá hvernig við tækjum okkur allar út. Síðast en ekki síst finnst mér gaman að hrista skankana og hlakkaði þess vegna til Papaballsins. Árshátíðardagurinn rann upp, bjartur og fagur. Reyndar man ég ekkert hvernig veðrið var en við skulum bara segja að það hafi verið bjart og fagurt því í öllum svona væmnum minningafrásögnum er talað um að dagarnir hafi runnið upp bjartir og fagrir. Hvað um það, ég tók mig til í stórum vinkvennahópi. Þar var allur pakkinn tekinn: leggir rakaðir, nærföt mátuð, sléttu- og krullujárnum sveiflað til skiptis. Við dilluðum okkur við effemm og sögðum „vááááá" og „þú ert æði!" svona tuttugu sinnum við hverja stelpu. Svo var haldið út i höll þar sem skemmtanir kvöldsins biðu, baðaðar gylltum Ijóma í ungmeyjarhugum okkar. Þegar í höllina var komið byrjuðum við auðvitað á því að dást að hinum stórglæsilegu skreytingum sem prýddu veggi og gólf. Þemað var nokkuð gott - á efri hæðinni var heimskautaloftslag en þegar niður var komið tóku hitabeltis- plöntur og eyðieyjur við. Allir voru í sínu besta pússi, maður faðmaði og kyssti og var faðmaður og kysstur og hrósið fauk hægri og vinstri. Síðan gengu fjórðubekkingar inn í salinn, stórglæsilegir í þjóð- búningum. Mér finnst þessi hefð ótrúlega frábær og ég er strax búin að ákveða í hverju ég ætla að vera þegar ég er orðin fjórðubekkingur! Svo er líka flott að þau sungu skólasönginn, og sérstaklega var fyndið að svona helmingur hópsins hreyfði bara varirnar, en það er bara mannlegt að vera laglaus eða of latur til að læra textann. Bara mannlegt. Þá var sest til borðs, og við tók biðin eftir matnum. Ég var svo óheppin að borðið mitt var með allra seinustu borðum sem komust að. Ég var orðin svolítið pirruð þegar ég loksins mátti fá mér af hlaðborðinu, en komst strax í gott skap þegar ég sá að við hvern rétt var svona hvítur miði til að segja manni hvað var kartöflugratín og hvað grænmetislasagne. Ég var nefninlega orðin svolítið hrædd um að verða að lykta af réttunum áður en ég fengi mér á diskinn því sökum mikils myrkurs í salnum var ómögu- legt að sjá matinn almennilega. En miðarnir björguðu því. Ég var sem sagt rétt að byrja að stinga matnum upp í mig þegar okkur var tilkynnt að nú væru síðustu forvöð að fá sér ábót því maturinn færi að hverfa af hlaðborðinu. Já, svona er að vera busi. Undir borðhaldinu voru sýnd skemmtiatriði sem voru hvert öðru skemmtilegra og sérstaklega stóð Skaupið þar upp úr, einnig Minni karla og kvenna, sem mér finnst líka skemmtileg hefð. Eftir öll skemmtiatriðin var komið að dansiballinu. Paparnir er skemmtilegir kallar og ballið var alveg dúndur gott - mikið dansað og trallað. Það var þreytt lítil busastelpa sem fór heim klukkan þrjú - þreytt, en ánægð með kvöldið. Eftir að hafa farið á mína fyrstu árshátíð hér í skólanum get ég skilið við stúlkubarnið Sigurlaugu. Nú er ég fullvaxta kona. Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir ISMA Ég hitti formann IsMA, Magnús Braga Ingólfsson á dögunum. Hann gaf sér tíma til að tylla sér á forlátan sófa Munins kompunnar og sagði hann mér frá ýmsu skrítnu og skemmtilegu. Hverjir eru í stjórn ísMA? Þetta byrjaði með því að maður sem heitir Birgir Heimisson starfaði með mér, en síðan var það bara þannig að hann var skilinn eftir. Við köllum hann samt krónprins, hann hyggst gifta sig einhverjum (hmmm..) í Brynju til að auka yfirráð. ..og ætlið þið að leggja undir ykkur allar ísbúðir bæjarins? Neinei, ég segi það nú ekki, en svona, Brynju. Það er stefnt beint á toppinn? Já, ísMA félagar eiga heima á toppnum. Hvað verður gert uppbyggilegt innan félagsins í vetur? Borða ís og reyna að fiska fleiri með í ísferðir. Fleiri í ísferðirnar? Hafa ekki verið nógu margir hingað til? Nei, það hafa verið svona 10 á meðan félagarnir eru um 200 talsins. Hafið þið látið ykkur detta í hug að fara einhverjar ferðir uppá ísjaka, jafnvel ísjökla í vetur? Nei, þar sem meiri hluti hópsins eru busar og ekki margir með bílpróf, þá er einmitt svolítið takmarkað að vera að labba eitthvert út í buskan og komast aftur til baka á réttum tíma. Þess vegna varð Súper fyrir valinu sem ísbúð félagsins. Eruð þið búin að fá tilboð á ísnum? Við stofnun félagsins kikti ég á hann Ellert verslunarstjóra uppi í Strax og hann féllst á það að gefa meðlimum klúbbsins 40 kr. afslátt af litlum ís. En lítill ís er í rauninni miðlungs vegna þess að stærðirnar eru barna, lítill og stór. Þannig að þetta er sko geðveikt tilboð. En segðu mér, hvers vegna er Steven Seagal bendlaður við þetta félag? Jú, ég var einu sinni með vini mínum.. að tala um Steven Seagal. En hann er í VMA og ætlaði að stofna félag þar líka. Svo við ætluðum að hafa svona stórveldi. En síðan bara nennti hann því ekkert, en ég náttúrulega sinnti minni skyldu. Steven Seagal ísinn varð svo til við einhvern fíflagang með því að klína tveimur ísum saman. Þetta átti sér stað þegar við vorum að tala um Steven Seagal og þaðan kemur nafnið. Og er sá ís bara borðaður á hátíðardögum? Já, aðallega. En samt ef maður bara er í réttum fíling þá er gripið í slíkan og glefsað af heift. Er eitthvað sem þú vilt bæta við? Ich kuche un freue mich! Viðtalið tók Lilý Erla

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.