Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 7

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 7
MFH Málfundafélag Hugins Ljósmynd: Auðunn Níelsson I engri menntaskólakeppni hafa jafn margar stjörnur litið dagsins Ijós eins og raunin er í Morfís. Auðvitað hefur Söng- keppnin átt sína kandídata en þá þarf líka að velta því fyrir sér hvort Jónsi í Svörtum fötum og Birgitta okkar Hauk- dal séu blessun eða böl. Mér fannst strákarnir standa sig mjög vel. Ég er bara undrandi á hvernig dómararnir dæmdu því mér fannst við vera miklu betri en Flensan en svona er lífið, við verðum BOMBA \ næstu keppni. Elísa Kristín Arnarsdóttir formaður málfundarfélagsins, má vera ánægð enda sýndu strákarnir mjög vandaða ræðumennsku. Ræðulið skólans er skipað eftirfarandi einstak- lingum: Ævar Þór Bendiktson hefur lengi verið vonarneisti skólans í þessum efnum enda virðist stráksi hafi fæðst upp á sviði. Hann veit hvað þarf til þess að halda athygli áhorfenda án þess þó að falla í gryfju ofleiks og rökleysu. Hafliðið Arnar Hafliðason býr yfir ótrúlegum krafti og er óstöðvandi ef hann einu sinni kemst á skrið. Sjaldan hefur nokkur maður sést sem tjáir sig jafn sterklega með öllum líkamanum, og rúmlega það. Skemmtilegur stíll sem eflaust mun koma mörgum andstæð- ingum þeirra í opna skjöldu. Elmar Geir Unnsteinsson bætir vissri dýpt við liðið. Hann er að mörgu leyti gamaldags ræðu- maður, þar sem ofuráhersla er lögð á sjálft innihald ræðunnar. Þennan ræðustíl hefur Elmar algjörlega á valdi sínu og bætir við hann ýmsu frá eigin brjósti. Hans helsta sérstaða liggur í því að sýna viðfangsefnið í öllu öðru Ijósi en því sem augljósast er. Gaman verður að fylgjast með honum í næstu keppnum enda verða ræðurnar hans sífellt forvitnilegri Guðni Líndal Benediktsson er fyrsti nýneminn í langan tíma sem kemst inn í ræðulið MA. Hann er ótrúlega öruggur á sviði og vel með á nótunum þrátt fyrir reynsluleysi. Framtíð- in er björt þar sem hinn mikli Magnum mun eflaust láta að sér kveða í ræðumennsku á komandi árum. Það er mál manna í Reykjavík að næstu andstæðingar okkar, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, sé með eitt sterkasta liðið sunnan heiða. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með þeirri keppni, sem haldin verður hér í Ijónagryfjunni stuttu eftir próf. Ef sigur vinnst á FB-ingum þá ætti leiðin að vera nokkuð greið. Stjórn Málfundafélagsins er að minnsta kosti bjartsýn og að því sögðu leyfi ég Elísu að eiga lokaorðin. Ég held að við séum með bestu mennina í liðinu sem völ er á og þeir eiga eftir að gera sitt besta á móti FB. Ég hef alla trú á þeim. Við ætlum okkur að komast í úrslitakeppnina í Háskólabíói og vinna með stæl. Við vorum rétt að hita upp í síðustu keppni og nú tekur alvaran við: we save the best until last! Gunnar Már Gunnarsson PRÍMA Prímadonnur í MA Hvað eru prímadonnur í MA? Við erum dansfélagið í MA. Hvað hafið þið brallað það sem af er vetrar? Við erum búin að halda salsa- námskeið og afrónámskeið sem bæði heppnuðust mjög vel og þátttaka var góð. Svo vorum við jú auðvitað með ógleyman- lega danssýningu á árshátíð- inni. Eitthvað spennandi framundan? Eftir áramót verða fleiri nám- skeið og uppákomur, en við stefnum að því að hafa maga- dansnámskeið, freestyle jafnvel o.fl., að ógleymdum súludansi í umsjón Ursúlu (hehe). SKAKMA Formaður: Björn (var Karlsson, 3.T Formaður: Jóna Björk Viðarsdóttir 4.T Eru einhverjir strákar í PríMA? Já, já, þeir eru þónokkrir og bara þrælgóðir. Eruð þið duglegasta félagið? Já, engin spurning - við erum bara langbest! Eitthvað að lokum? Eg vona bara að allir finni eitthvað við sitt hæfi eftir áramót og skelli sér á einhver námskeið því það er svo gaman að dansa. Björn, nú ert þú formaður SkákMA, af hverju ætti maður að ganga í SkákMA? Af hverju? Ef maður hefur áhuga á skák, og hefur áhuga á að koma sér á framfæri í skákheiminum, eða bara að tefla, vera kúl og töff eða whatever - þá er rétt að ganga í skákfélagið. Það eina í stöðunni. Er þetta fyrsta skákfélag MA eða veistu til þess að skákfélag hafi verið í skólanum áður? Ég veit ekki til þess að SkákMA hafi verið til áður, en ég tel það liklegt að einhvers konar skákfélagi hafi verið haldið úti innan skólans, því vissulega hafa margir góðir skákmenn sótt menntimar heim í MA líkt og við. halda utan um skáklið Menntaskólans sem er einmitt núverandi Islands- og Norður- landameistari framhaldsskóla- sveita. Stefnið þið á einhverja starfssemi í vetur? Það er í deiglunni að halda eitt til tvö skákmót, að sjálfsögðu með mjög veglegum verð- launum, og svo ætla ég að sjá til þess að skólinn eignist áhöld til skákiðkunar, Menntskæl- ingum komandi ára til ómældrar gleði. Þegar viðtalinu var að Ijúka var Björn óvænt laminn í hausinn af óðri busastelpu. Við það ruglaðist hárgreiðsla hans og hann varð svo miður sín að hann treysti sér ekki til að gefa nein lokaorð. ÍSLANDSBAN Kl Hvað eru margir skráðir í félagið? Enn sem komið er eru ekki margir skráðir, enda félagið ekki stofnað með það í huga að safna að sér félagsmönnnum, heldur til að vekja áhuga nemenda á skák, auk þess að Blaðamenn: Sigurlaug Elín 1.F og Hólmfríður Helga 2.G

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.