Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 9

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 9
útbúa okkur þannig að við gætum frjóvgað okkur sjálfar. Guð er jú einu sinni karlkyns, ekki satt? Þegar hann upp- götvaði mistökin var það orðið um seinan því Fólk með Sirrý var að byrja í helvíti og hann mátti náttúrulega alls ekki missa af því. Nú var úr vöndu að ráða fyrir blessaðan kallinn. Hann sá fyrir að titrari getur ekki slegið garðinn, og það var hans röksemdafærsla fyrir því að halda í þessa gallagripi. Við vitum öll hvað gerðist svo. Tíminn leið, og að nokkur þúsund árum liðnum voru karlmenn orðnir að verum sem vita allt, geta allt, kunna allt, eru bestir í öllu og hafa prófað allt. Algjörlega ómissandi fyrir okkur kvenfólkið, því hver vill standa uppi með milljón sultu- krukkur en engan til að opna þær? Þeir hlaupa hraðar en við, enda fáum við forskot í hlaupa- prófinu. Þeir borða meira en við, enda fengu stelpur afslátt í mötuneyti skólans þangað til einhverjar snarbilaðar kvensur í rauðum sokkum ákváðu að það væri ekki sanngjarnt. Hið sterkara kyn hafði slegið eign sinni á kvenþjóðina og áleit að í okkar augum væri tilgangur lífsins að vaska upp, skúra og skeina krakka dag- langt og vera svo aldeilis til í tuskið um það leyti sem þeim þóknaðist að veita okkur vott af athygli. Það var einmitt á þessum tíma sem mígrenið varð til. Konur á vinnumarkaði, nei, þvílík þvæla, karlmenn gátu sko alveg séð um þetta sjálfir. Eða eins og ónefndur sálfræði- kennari hér við skólann kaus að orða það: „Sko, krakkar, maður VERÐUR að staðsetja sig einhvers staðar. Annars er maður bara mellal'1. Og hvar er betra að staðsetja sig en fyrir framan eldavélina? En svo fór kvenfólkið að vera með stæla og heimta fyrirbæri sem þær fundu örugglega upp í einhverjum saumaklúbbnum. Kvenréttindi. Konur þyrptust i skóla, heimtuðu vinnu á ólík- legustu stöðum, og að lokum fór svo að kvenmaður hafði tekið sér bólfestu á Bessa- stöðum. Eins og það sé ekki nógu slæmt, þá höfðu þær í millitíðinni frekjast þangað til þær fengu kosningarétt! Kona með kosningarétt er náttúru- lega engan veginn góð hug- mynd. Það fór líka svo að þær ruddust inn á Alþingi og stofnuðu eigin flokka. Til að bæta gráu ofan á svart bönn- uðu þær rjúpnaskytterí og vildu endilega svipta karlmenn sjálf- sögðum réttindum, eins og að horfa á listræna dansara frá Austur-Evrópu dilla sér. Þetta upplausnarástand varð til þess að vesalings karlmennirnir neyddust til að læra að bjarga sér sjálfir. Þvottavél höfðu fæstir þeirra séð áður, enda varð til ný flokkun á þvotti: Annars vegar haugdrullugt, og hins vegar haugdrullugt- en svo sem alveg hægt að vera í því sjötta daginn í röð. Nýjar matartegundir ruddu sér rúms, það er að segja 1944- matur fyrir þá sem er nokk sama þótt bjúgu og grjónagrautur bragð- ist alveg eins. Ja vei og svei. Víkjum nú aftur að parinu Eitur- Samma og Onnu sem áður hefur verið minnst á hér í kvöld. í þrjá mánuði hefur Eitur-Sammi komið heim seint á nóttunni þegar Anna er löngu farin að sofa. Hann ber því ýmist við að hann sé að gera eðlisfræði- verkefni eða á gelkynningu með strákunum í DjamMA. Eitur-Sammi og Anna hafa ekki fullkomnað samband sitt þessa þrjá mánuði, og Önnu finnst hún vera minni kona en nokkru sinni. Nauðið ber árangur, þau fullkomna sambandið alla nótt- ina og fara dauðþreytt í skól- ann daginn eftir. Ekki Önnu greyinu að kenna að Eitur- Sammi sofnar í íslenskutíma... Samband þeirra Eitur-Samma og Önnu sýnir okkur bara enn og aftur að vegir karlmanna eru órannsakanlegir, rétt eins og vegir þess sem skapaði þá. Anna er bara ekki búin að fatta, að til þess að skilja karlmenn er nauðsynlegt að hugsa á svip- uðum nótum og þeir. Undanfarnar vikur hef ég einmitt verið einstaklega dug- leg að umgangast skólabræður mína til þess að öðlast frekari skilning á hugsun þeirra. Ókei, til að öðlast EINHVERN skilning á hugsun þeirra. Er hætt við að einhverjir þeirra, og jafnvel sumir kennarar hafi misskilið skyndilegan áhuga minn, en því miður, Björn Vigfússon, svo heppinn ertu ekki. Ég verð að segja að ég er ekki miklu nær. I fyrsta lagi er sjaldnast hægt að skilja það sem þessar elskur eru að reyna að segja, því þeir virðast margir hverjir eiga æði erfitt með að tjá sig. Flestar samræður byrja eitthvað á þennan veg: „Héddna... áttum vi a haddna... héddna... gerekkað í heimspeki?" Þarna höfum við einmitt ástæðuna fyrir því að yfirvöld gáfust upp á því að hafa bekki kynjaskipta fyrir löngu: Ef bekkjarsystra þeirra nyti ekki við væru strákar villuráfandi um ganga skólans, því auðvitað týnist stundataflan á einhvern dularfullan hátt á fyrsta degi. Ef strákur sér annan strák glósa eða skrifa niður heimavinnuna sína hugsar hann umsvifalaust að typpið hljóti að vera dottið af við- komandi og fýllist skelf- ingu. Sumir [bendir á Emma] gerast jafnvel svo djarfir að ætlast til þess að bekkjarsystur þeirra komi með nesti handa þeim í skólann. Já, karlmenn eru leiðindatól, en við komumst víst ekki af án þeirra, þvi eins og áður sagði þarf einhvern til að opna krukkur og slá garðinn. Ýmsar leiðir eru þó til til að minnka óþægindin: Hugsið ykkur heim þar sem allir alvöru karlmenn hafa dáið úr einhverri skítapest. Þá sætum við stelpurnar uppi með ekkert nema Fjölni Þorgeirs og Emma! Elmar: En hvað ef allar alvöru konur dæju úr einhverri skítapest, þá sætum við strákarnir uppi með ekkert nema Olgu Færseth og Hildigunni Káradóttur! Nú skaltu bara hafa þig hæga, kunna þinn undirlægjuhátt og gerast minn þjónn og þræll í einu öllu, þannig var heiminum ætlað að vera, og botnaðu nú þetta: Haltu kjafti kynkalda, Ijóta dóttir Kára! Hildigunnur: Finnurð' ekki völsann falda, er'ann floginn upp í nára? Elmar: Ég veit nú ekki til hvers þú ert að klæða þig í brjóstahaldara - þú hefur ekkert til að setja í hann. Hildigunnur: Bíddu... af hverju gengur þú í nærbuxum? Hann rekur við og ropar, ratinn við hliðina á mér. Elmar: Bara svo og svo margir sopar, svo hjakkast ég á þér! Hildigunnur: Bíddu... viltu það? Eigum við að gera það? Elmar: Nú hefur blað verið brotið í sögu Menntaskólans á Akureyri, í fyrsta skipti hafa kynin unnið í sameiningu að Minnum karla og kvenna og munu ganga saman af sviði til móts við nýja tíma - tíma jafnréttis... Hildigunnur: ...og samstöðu! Hildigunnur Káradóttir & Elmar Geir Unnsteinsson Margri kyrrlátri konu varð ekki um sel Er karlinn var týndur og hlaupinn eitthvað á brott Merkið því eiginmenn yðar skýrt og vel Með ól um hálsinn og plötu. Það er gott. Ljósmynd: Aui

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.