Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 6

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 6
VIMA Hvað er það sem gerir VíMA að betra félagi en HíMA? Æ, ég veit það ekki. Hugsjónirnar máske? Nei, nei. Eiga ekki allir að vera jafnir? Er stefnan tekin á að leiða villta sauði MA til réttrar trúar? Ef þú ert að vísa til þess að ýmsir félagsmenn skrifi greinar um þau pólitísku mál sem liggi þeim á hjarta og tali ef til vill fyrir ákveðnum hugmyndum eða jafnvel stjórnmálaflokkum, þá er það eflaust stefna lang- flestra að opna augu skóla- systkina sinna. En það er ekki þar með sagt að verið sé að reyna að sannfæra fólk með orðum sínum, því oftast eru hlutirnir það augljósir, séu þeir settir í rétt samhengi, að ekki þarf mikinn sannfæringarkraft til. Eg er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að fólk verði sjálft að sannfærast og taka afstöðu til hugmynda og stefnumiða, ekki bara þegar kemur að pólitíkinni heldur líka í hinu daglega lífi. Það er til að mynda lítil dyggð að vera mjög pólitískt meðvitaður ef siðfræðin er í molum. Hver er hin sanna fyrirmynd allra VíMA-félaga? Ég er nú mjög smeykur við að taka mér stjórnmálamenn og - leiðtoga til fyrirmyndar, enda þjónar það litlum tilgangi og kemur aftur í hausinn á manni um leið og fyrirmyndin stígur feilspor - sem er nánast óhjá- kvæmilegt að gerist fyrr eða síðar. Hins vegar er hollt að skoða virkilega slæma stjórn- málaleiðtoga og láta þá verða sér víti til varnaðar. T.d. held ég að hægt væri að búa til ansi góðan stjórnmálamann með því að horfa vestur til Banda- ríkjanna á forseta þeirra, George Walker Bush. Ef maður forðast allt sem hann er og stendur fyrir, þá ætti maður að vera í góðum farvegi og með hreina samvisku. Myndir þú segja að allir félagar í HíMA væru stuttbuxnadrengir og Dabba- dýrkendur? Nei, alls ekki. Enda get ég ekkert dæmt um það. HÍMA er eðli málsins samkvæmt mjög mismunandi félag eftir árum, líkt og VÍMA. Starfið og virknin fer mjög eftir þeim sem sitja stjórnina hverju sinni. Ég hefði raunar kosið að fá að upplifa aðra HÍMA-stjórn eins og þá sem sat þegar ég var í fyrsta bekk og hafði ásamt öðrum endurreist VÍMA nokkrum vikum eftir að skólinn byrjaði. Þá voru í stjórn nokkrir mjög skemmtilegir karakterar úr 4.X, og við VÍMA-busar vorum nú ansi duglegir við að standa uppi í hárinu á þeim - maður skynjaði oft og tíðum dálítinn pirring - sérstaklega þegar við tókum okkur til og mættum í Sjálfstæðishúsið með hamar og sigð samviskusamlega næld við brjóst okkur. Hver er hinn heilagi sannleikur? Hinn heilagi SANNLEIKUR er tímarit Vinstri manna í Mennta- skólanum á Akureyri. Nafnið er ættleitt frá Ráðstjórnarrík- junum, en hið opinbera dag- blað hét Pravda, sem þýðir sannleikur á rússnesku. SANN- LEIKUR kemur út nokkrum sinnum á ári og er til þess að félagsmenn geti komið skoð- unum sínum á framfæri og jafnvel miðlað af reynslu sinni. Sannleiknum er sumsé komið á framfæri í SANNLEIK. Verður virk starfsemi í VÍMA í vetur? Við ætlum að reyna að mæta kröfum menntskælinga um pólitíska dagskrá eins vel og okkur er unnt, en auðvitað mótast starfið mjög af því hvort kosningar eru á næsta leiti. Á kosningaári er oft töluverð spenna t starfinu og lítill tími gefst fyrir miklar vangaveltur um það sem skiptir máli í pólitík. Nú höfum við tækifæri til að bæta upp fyrir það, og svo er líka nauðsynlegt að taka sér smá frí við og við. Eitthvað að lokum? Já. Gunnar Már Gunnarsson tók viðtal við Finn Dellsén HÍMA Hvað er það sem gerir HíMA að betra félagi en VíMA? Ekkert, þessi félög eru að mínu mati jafn áhrifalítil. Það ætti að leggja HÍMA og VÍMA niður og stofna eitt félag um pólitík. Þannig getum við jafnvel haldið málstofur í samvinnu við kennara í félagsfræðideildinni. Er stefnan tekin á að leiða villta sauði MA til réttrar trúar? Nei, bara að reyna að upplýsa fólk. Ekki láta fólk kjósa eitt- hvað út af því að það er í tísku að vera í VG í MA. Hver er hin sanna fyrirmynd allra HíMA-félaga? Pétur Blöndal og Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. BJARNI PÁLMA Myndir þú segja að allir félagar í VíMA væru sófa- kommar? Já. Hver er hinn heilagi sann- leikur? Frelsi einstaklingsins. Verður virk starfsemi í HÍMA í vetur? Ekki hjá HÍMA, en við erum virk í Verði félagi ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri Eitthvað að lokum? Hafið þið það bara gott um jólin. Gunnar Már Gunnarsson tók viðtal við Sigurgeir Valsson Jæja Bjarni nú ert þú búinn að stofna þitt eigið félag, hvað kemur til? Já það er rétt ég hef lengi verið þekktur sem glaumgosinn í vinahópnum mínum og langaði að gefa fólki tækifæri á að kynnast mínum innri manni. En aðalástæðan fyrir þessu félagi er að þessi skóli hefur gefið mér mikið og mér fannst ég tilneyddur til að endurgjalda honum eitthvað af þessari miklu ánægju sem hann hefur fært mér. Er þetta fjölmennt félag? Og afhverju ætti fólk að skrá sig í það? Já alveg gríðarlega, nú þegar í lok árs hafa 5 skráð sig og er það í nokkru samræmi við mínar væntingar. Ég meina ef fólk vill hafa gaman þá er þetta félagið til að vera í. Hvernig finnst þér félagslífið hafa verið í skólanum? Ég stundaði það mikið fyrstu þrjú árin en eftir að ég byrjaði með kærustunni hef ég róast aðeins og hef því eytt mestum mínum tíma að undanförnu í kósí stemmningu heima. En annars finnst mér frábært að sjá hvað allir eru virkir í félagslífinu ár eftir ár hér í MA. En Bjarni viltu segja eitthvað að lokum? MA og Bjarni Pálma lifi!

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.