Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 10

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 10
MeMA - Metaltónlist í MA. „Þar sem karlarnir eru kátir!" Formenn: Jakob Sævar Sigurðsson (4.A) og Þór Friðriksson (3.VX) Þegar við gengum inn í herbergið hans Þórs á gömlu vistinni dundi ómótstæðilegt óperurokk í eyrum okkar. Það var mikill léttir að sjá að maðurinn bjó eins og fólk býr flest, í snyrtilegu herbergi - meira að segja búinn að setja upp jólaseríur! Hvorugur viðmælenda okkar var við, Þór reyndist vera að þvo á sér hárið í baðherbergi handan við ganginn en Jakob í fastasvefni í herbergi sínu. Við ákváðum að vekja hann meðan við biðum eftir Þór. Nokkru eftir að við bönkuðum á hurðina heyrðum við einhverja skruðninga hinu- megin veggjarins, Jakob opnaði og við okkur blasti ófögur sjón: maðurinn var eins dragúldinn og hugsast gæti. Við spurðum hvort hann hefði lent í flugslysi en svo reyndist ekki vera - hann sagðist hafa setið að sumbli fram eftir degi og var rétt að sofa úr sér núna 5 tímum seinna. Rokk og ról það, já! Eftir að hafa sullað sér smá kóladrykk í glas féllst hann á að koma með okkur í áðurnefnt herbergi Þórs. Þegar þangað var komið beið Þór nýbaðaður og viðtalið hófst formlega. Logi: Lýsið nú aðeins starfsemi MeMA. Jakob: Það eina sem við höfum gert hingað til er að græta nokkrar busastelpur, en við stefnum á að halda nokkur metalkvöld og einnig höfum við rætt við TóMA um samstarf. Sigurlaug: Hversu margir eru félagsmenn MeMA? Jakob: Þeir eru 65. Logi og Sigurlaug: Hver er uppáhalds Disney-myndin ykkar? Jakob: Engin. Mér finnst Disney-myndir asnalegar og ég er á móti þeim! Þór: Mary Poppins. Einnig finnst mér West Side Story einkar hugljúf og hjartnæm en hún er víst ekki úr smiðju Disney (glottir). Sigurlaug: Þarf maður að vera alveg hardkor metal til þess að vera í MeMA? Þór: Nei, þú þarft bara að hlýða okkur í einu og öllu. Þetta er nefnilega svona fasískt félag! Jakob: Einmitt. Logi: Eru einhver samasemmerki á milli masókisma og blackmetals? Þór: Ja, ég er nú enginn masókisti. Jakob: Hmmm. Það eru náttúrulega aðeins af því. textarnir fjalla stundum um að meiða sig. Einnig er mikið um kynþáttahyggju innan tónlistargreinarinnar. Logi: Veitið þið sjálfum ykkur áverka? Jakob: Já, stundum (sýnir okkur hræðilega rispaðan handlegginn) Logi: í hvaða tilgangi? Jakob: Það er svo flott að vera skorinn... Á þessum tímapunkti hefur Sigurlaug fengið augastað á skúffu undir rúmi og reynir að troða sér ofan í hana við miklar undirtektir og hvatningu strákanna. Hinn ábyrgðarfulli Logi lætur engan bilbug á sér finna og heldur viðtalinu áfram. Logi: Eruð þið sterkir á dansgólfinu? Jakob: NEI. Þór: Ég er kannski ekki sá fimasti, en ég er þó þekktur fyrir að vera ansi trylltur og taka góðan trylling annað slagið. Sigurlaug: Hver er metnaður MeMA? Jakob: Að breiða út metal tónlist. Þór: Já, við erum mjög metnaðarfullir ungir menn. Logi: Er eitthvað sem þið viljið segja að lokum? Þór: www.tshirthell.com Jakob: Fólkið sem fílaði ekki myndbandið okkar eru bölvaðir ofverndaðir aumingjar! Að lokum má geta þess að Þór notar annað hvort Schwarzkopf eða Wella hárnæringarvörur til að halda lokkaflóði sínu svo fögru sem raun ber vitni. Blaðamenn: Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og Logi Gunnarsson BpKABÚÐ ,H. JONASAR sfJll

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.