Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 13

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 13
FUTURAMA Formaður Hólmfríður Helga Sigurðardóttir 2.G Hvað er FuturaMA? Félag unnenda Futurama, og eiginlega Matt Groening í heildina, og þá auðvitað er ég að tala um Simpsons líka. Síðan spila MG-ótengdar teiknimyndir inn í þetta líka, eins og Family Guy og Ren & Stimpy. Hverjir eru í stjórn félagsins? Ég er stjórn félagsins, síðan var Ásgeir Berg fenginn til þess að vera varaformaður og svo er Björk Óskarsdóttir heiðursfélagi. Skipaðirðu Ásgeir varaformann vegna þess hve hann og Dr. Zoidberg eru siáandi líkir? Nei, það var reyndar af því að hann minnir mig meira á Mr. Burns. Langir kræklóttir fingur? Já, það er nefnilega það sem heillar mig við hann. Það er „potential" í þessum strák. En Björk? Af hverju er hún heiðursfélagi? Það er vegna þess að hún veit allt um Futurama sem hægt er að vita. Nú hefur félagið ekki látið mikið á sér bera enn sem komið er, er einhver starfsemi framundan? Eins og ég sagði í byrjun vetrar þá er þetta fyrst og fremst költ "the hypno-toad," og við stefnum á að safna fé og frysta stjórnina og áhugasama meðlimi með okkur í vor. En að öllu gamni slepptu þá stefnum við Ásgeir varaformaður á jólakvöldvöku fyrir jól og þá munum við sýna jólaþætti. Hvort heldur þú meira upp á; Simpsons eða Futurama? Simpsons hefur náttúrulega fylgt mér miklu lengur svo það á alltaf stærra pláss inn undir mínum vængjum. Heyrst hefur að þið ætlið að standa fyrir Futurama-degi í skólanum, er það satt? Nei, ekki veit ég til þess. Þó er hugsanlegt að hefja samstarf við ÞeMA og hafa þá jafnvel einn dag í skólanum þar sem fólk er dulbúið sem Futurama-persónur. En við höfum í hyggju að halda eftirhermukeppni einhvern tímann eftir áramót og mig langar alveg óskaplega að halda Mr. Burns kvöldvöku. Hvernig væri hárið á Bart Simpson á litinn ef hann væri alvöru maður? Svona Scooter-gult eins og hárið á Baldvin var hérna um árið? En myndirðu „deita" Moe á barnum? Moe er sorglegur gaur. Þarf hann ekki bara konu í líf sitt? Jú kannski, en ég vil ekki vera sú kona. Án efa. Hver værir þú ef þú værir persóna í þáttunum? Ætli ég væri ekki Philip J. Fry í Futurama. Álíka steikt í hausnum og svo er hann líka rauðhærður. Læknir: „He's got red hair" Pabbi Fry: „Are you saying that my son's a commie?" úr „The luck of the Fryish" þættinum í þriðju seríu. Uppáhalds tilvitnun? „I bet Einstein turned himself all sorts of colors before he invented the light bulb." Homer Simpson úr „Bart the genius" þættinum í fyrstu Daginn eftir náði ég í Ásgeir og plataði hann heim með mér í Löngu. Við settumst niður og ræddum málin yfir mjólk og piparkökum. Sæll Ásgeir, nú þú ert háttsettur innan FuturaMA- félagsins. Jú það er rétt. En segðu mér eitt, er það rétt að þú og Dr. Zoidberg séuð systkinabörn? Nei, það er allt á misskilningi byggt, við erum mæðrasynir. Hvernig dulbýr maður sig sem Dr. Zoidberg? Fyrst reddar maður sér bleikum uppþvottahanska, svo klippir maður hann þvert yfir lófann, u.þ.b. 1 cm fyrir neðan fingurna. Loks límir maður þetta fast á efri vörina á sér með glæru límbandi og voilá! Dr. Zoidberg kominn. Viltu piparköku? Já, þakka þér fyrir. Viðtalið tók Þorgerður Anna Björnsdóttir » Zone... ...engin annars fíokks stofa! FRAMHALDS- OG HÁSKDLANEMAR MUHJB SKÓLAAFSLÁTTINN! OPNUNARTÍMI: MÁN & Þfll KL. 9 - 18, MIÐ - FÖS KL. 9 - 20 09 OPIfl Á LAUGAROÖGUM Zone... STRANOGÖTU 9 • SÍMI 461 4700 • 600 AKUREYRI ■ • ■ * *

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.