Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 11

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 11
FAMYMA Sigurlaug, hvað ert þú að gera hér í Menntaskólanum? Læra og verða merkilegri manneskja. Nú verður þú að útskýra fyrir mér þessa skammstöfun, FámýMA. Félag áhugamanna um ýmislegt í MA. Má það vera hvað sem er? Eg meina, ef það kemur til þín maður sem hefur ofboðslegan áhuga á sokkahælum, og gatinu sem kemur oft á hælana á sokkum, má hann vera með í félaginu? Já, þar sem sokkahælar flokkast undir ýmislegt má hann vera með og þá munum við í félaginu hjálpa honum að sinna áhugamáli sínu um sokkahæla. Hvernig getið þið verið saman í félagi um ýmislegt? Hittist þið og eruð sitt í hverju horninu að föndra eitthvað? Nei, við ætlum meira svona að hittast og gera það sem maður getur ekki gert í hinum félögunum. Já, segðu mér, hvernig var annars fyrsti fundurinn, hittust þið bara og ákváðuð "já, nú ætlum við að hafa fund um þetta", hvernig var þetta? Þá hittumst við í Lystigarðinum, og við ætlum aldrei að hittast tvisvar á sama stað, og já, við semsagt hittumst fyrst í Lystigarðinum og þá komu nýir félagar og skráðu sig og það var enginn alvöru fundur, bara svona skráning og hugmyndir. i i'—'i '—»»_ii | nnynol Hefur enginn annar fundur verið haldinn? Við höfum ekkert haft tíma til að gera neitt mikið, ég er svo bissí eitthvað, en eftir áramót, þá verður þetta tekið sko! Ég hef heyrt þig nefna náttfatapartý? Já, það verður eflaust náttfatapartý og þá ætlum við að horfa á einhverja skemmtilega mynd, og við ætlum að panta pizzu með bönunum. Og svo ætlum við líka að panta pizzu og láta raða álegginu í andlit. En ætlið þið ekki að gera neitt fleira? Jú, hugmyndir eru um að fara á skauta, strákar í stelpufötum, og stelpur í strákafötum, bara af því að það er gaman að fara á skauta í stelpufötum og strákafötum. Svo ætla ég að nefna það líka að við ætlum að safna bolum, sem mega skemmast, ég meina, það eru 600 nemendur í skólanum svo við hljótum að getum safnað nógu mörgum bolum, en stefnan er að reyna að safna tvöhundruð og einum bol og ég ætla að klæða mig í þá alla og slá þar með Islandsmet Sveppa. Það verður magnað þegar það met verður slegið. Já, það kemur ekkert bara í blöðin, það kemur í fréttirnar! Svo erum við í samstarfi við MyMA því við erum FámýMA, og við höfum vissulega áhuga á MyMA því við höfum áhuga á ýmislegu, og MyMA er ýmislegt. Þeir eru svona undirfélag ykkar? Já, eiginlega, þar sem þeir hafa áhuga á einu vissu sem flokkast undir ýmislegt. Þeir ætla að gera myndband um okkur sem verður svo sýnt þegar við verðum með kynningu í löngu seinna í vetur. Já, og eitt enn! Við ætlum að búa til snjókarla þegar loksins kemur snjókarlasnjór, og þá ætla allir í félaginu að gera einn snjókarl sem á að vera eins og einhver annar í félaginu, þannig að þá verður allt félagið til aftur, nema bara úr snjókörlum. Nú reyndi ég að hringja í þig í gær og ná af þér en ég fékk bara talhólfið þitt og þar segir þú að þú sért að veiða geimverur, er það eitt af áhugamálum þínum? Já, ég sem sé segi það í talhólfinu mínu að ég sé úti að veiða geimverur eins og sannri ofurhetju sæmir, og ég er ofurhetja í laumi, en ekki segja neinum það. Helga [aðstoðarritstjórij segist einmitt vera Batman, ert þú ekki betri en hún? Jú, vissulega og auðvitað er ég betri en hún, það er miklu þarfara að veiða geimverur heldur en það sem hún gerir. Helga og þið öll væruð í skitamálum ef ég væri ekki alltaf að bjarga ykkur frá geimverum. Eru þá MIB myndirnar laus- lega byggðar á lífi þínu? Já, Will Smith nær mér einmitt ógeðslega vel. En Tommy Lee Jones? Nei, hann hef ég aldrei talað við og býst ekki við því að hann sé að reyna að stæla mig. Hann átti eiginlega að vera aðstoðarmaður minn en ég gef ekki upp hver það er í raunveruleikanum. Eru fleiri félög sem þið ætlið að vera í samstarfi við? Liklega ekki, ég veit það eiginlega ekki. Ekkert planað. Kannski ég fái að vera í samstarfi við skólafélagið sjálft og biðji þau um að gefa mér svona þrjár milljónir svo við í FámýMA getum skroppið til Túnis eða einhvers álíka ýmislegs lands. Kannski Alandseyja, ef ég fæ bara tvær. Eitthvað að lokum sem þig langar að bæta við? Já, endilega allir að koma í FámýMA vegna þess að það er gaman og það vantar alltaf hugmyndir og fólk og það má allt. Nema barnaklám, við erum á móti barnaklámi í FámýMA. En fullorðinsklám? Fullorðinsklám er allt annað mál... Blaðamaður: Þorgerður Anna Björnsdóttir Hafnarstræti 90 Tryggingamiðstöðin Strandgötu 3 SÍMI 460 2300

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.