Muninn

Árgangur

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 12

Muninn - 18.12.2003, Blaðsíða 12
SLOPPMA Á frekar dimmu desember- kvöldi hittust fimm unglingar i kjallaraherbergi á Skóla- stígnum. Þangað voru þau saman komin til að spyrja strákana í SloppMA sloppunum úr. Hæst settir í því félagi eru hinn háæruverðugi Keisari Baldvin Karel Magnússon 2.G og ræðismaður Keisarans Björn ívar Karlsson 3.T. Þó er sá orðrómur á kreiki að siðameistari Keisarans hyggi á valdarán, enda á hann miklu flottari s lopp en sjálfur Keisarinn. Anna: Hvar elst Keisari upp? Baldvin: Á Eyrarbakka, þar sem ég ólst að mestu leyti upp á leikskóla og á skrifstofu föður míns, þegar Guddý gat ekki passað mig, annars er móðir mín ágaet, en hún var heima á þriðjudögum og föstudögum. Helga: Það sem maður fer að velta fyrir sér síðan, er, því þið eruð nú nánir vinir og mjúkir menn; hvar kynnist þið? Baldvin: í Menntaskólanum á Akureyri, haustið 2001, en ég talaði ekkert við hann því hann var með sítt hár og fyrir neðan mína virðingu. Björn: Hann var eiginlega bara hræddur við mig. Anna: var þetta þá ekkert rómantískt? Björn: Tja, bara augnagotur í mötuneytinu, við vissum vel hvor af öðrum Baldvin: já, ég svona glotti alltaf þegar ég labbaði fram hjá honum (Baldvin glottir og sýnir sinn fræga rokkarasvip). Helga: Ertu þá að segja að það að Björn hafi klippt sig hafi verið það sem braut ísinn? Baldvin: Nei, reyndar var ég farinn að tala við hann áður. En ég man eftir því að þegar ég sá hann í fyrsta skipti eftir að hann klippti sig að þá þekkti ég hann ekki. Ég var staddur á Reykjavíkurflugvelli og einhver maður alltaf að horfa á mig. Ég var farinn að óttast um líf mitt hreinlega. Það tók mig dágóða stund að átta mig á hver þetta var, sem reyndist síðan vera Bívark. (Innskot: Bívark er viðurnefni Björns.) Helga: hvenær ákváðuð þið að stofna sloppafélag? Baldvin: Það var nú eiginlega í fyrra, við ætluðum að stofna það þá. En svo gerðum við það ekki því við þorðum það ekki. Jón: Var ekki sloppafélag í fyrra? Baldvin: Nei það var svona 'unofficial'. Jón: Já, já, svona 'under- ground-club'? Björn: Þetta er búið að vera 'underground' lengi. Baldvin: Eiginlega bara frá því í fyrsta bekk. Björn: Eiginlega frá því í fornöld. Baldvin: Jááá'eilla! Björn: Við erum eiginlega fyrstu mennirnir sem þorðu að rísa upp og tala opinskátt um þetta. Anna: Svipað og frímúrarar þá? Svona, jafn leynilegt? Baldvin: Jááá'eilla Baldvin: Samt eiginlega í fyrsta bekk þá voru nokkrir félagar okkar, sem eru í stjórn, sem áttu sloppa. Ég er bara seinni tíma maður Anna: Hvers vegna sloppa- félag? Björn: Því það er kúl að vera í slopp. Helga: En hvers vegna ert þú gerður að Keisara? Þeir komu með þessa hugmynd. Ertu með einhvern konunglegan fæðingarblett? Merki hins útvalda? Baldvin & Björn: Þetta byrjaði útaf fóstbræðraskets þar sem að kona byrjaði alltaf að undirbúa svakalegan morgun- verð handa manninum sínum, svo kom hann framúr og settist við borðið og sagðist frekar vilja bara kornflex eða eitthvað einfalt. Þá fór hún að klæða sig til að fara út og hann spurði hvert hún væri að fara og þá sagði hún: „ef Keisarinn vill kornflex, þá kornflex skal hann fá!" Baldvin: Þá byrjaði ég að láta alla tala við mig í þriðju persónu og ávarpa mig sem Keisarann. Svolítið eins og Hallbjörn Hjartar með kúrekann-alter egóið Helga: En Björn, hvað kemur til að þú sættir þig við að vera einungis ræðismaður Keisar- ans? Björn: Þetta var eiginlega ákveðið í flugvél á leiðinni heim frá Reykjavík. Þá töluðum við allir í þriðju persónu um hvor annan, og eftir það fengum við okkur Hotmail sem voru vísar að þessum titlum okkar. Anna: Björn, í hverju felst starf þitt? Björn: Að passa Keisarann, það er ekkert að því að skeina vini sína, bara, heiður. Ég er kornflex-konan. Ég er jú, með mesta ábyrgðartilfinningu við hirð Keisarans Baldvin: Ég er náttúrulega ekki að gera neitt Anna: Hverjar eru stöðurnar innan SloppMA? Baldvin: Ótrúlega margar, en það var samt ákveðið að Ásgeir Berg yrði siðameistari félagsins - þó er hann frekar ósiðlegur. Anna: I virðingarröð, takk fyrir? Baldvin: Ég nenni ekki að telja upp allar, það er frekar stór stjórn og við komum henni ekki allri fyrir á skráningarblaðinu. Það varð að henda sumum út af blaðinu og það olli þó nokkrum særindum, sem ég vil nota tækifærið og biðjast forláts á. Mér hefur alltaf fundist Stalín vera ágætis karl. Anna: Mega konur líka vera í félaginu? Björn: Já, vissulega, án þeirra væri ekki félag, jú reyndar, en samt, þær eru velkomnar. Félagið snýst eiginlega um það að gera þeim hátt undir höfði sem eru letingjar, arabískir þreytumenn, ganga í sloppum því þeir nenna ekki að klæða sig og vakna klukkan þrjú á laugardögum, eru ógeðslegir og ganga í sloppum. Baldvin: Smá snobb samt. Við bjuggum okkur allir til ættarnöfn, til þess að vera ennþá meira „posh". Kennum okkur gjarnan við heimabæi okkar eða merk kennileiti frá okkar heimaslóðum. Helga: Nú hefur heyrst að þið hafið ætlað að standa fyrir kúrkvöldum í Kvosinni? Baldvin: Þegar við nennum að skrá einhverja í félagið, það er okkar mottó „okkur er alveg sama' og „they need us more than we need them" Björn: Síðan verða haldin minni kúrkvöld á vistinni til að byrja með. Anna: Þá bara inni í einhverju herberginu? Baldvin: Það hafa aldrei verið fleiri en við tveir. Við höfum hlustað á Mars Volta og farið að sofa, (Baldvin setur upp kindugan svip og bætir svo við) ekkert gay sko, við vorum á sitt hvorri dýnunni. Anna: Hvenær ætlið þið að standa fyrir fyrstu uppá- komunni? Baldvin: Það verður örugglega aldrei (sorrí Kristjana). Við reynum samt örugglega að halda kúr- eða snobbkvöld einhvern tímann. Anna: Er til svartur listi eða er einhverjir sérstakir í óvild hjá félaginu? Baldvin: Mér líkar ekkert vel við þessa DjamMA gaura þarna, þeir eru eitthvað svo hressir. Anna: Greiða sér of mikið? Baldvin: Já, ég þarf sko ekkert gel til að greiða hárið á mér asnalega! Það sem mér finnst líka mjög fyndið er það að þessir menn segjast alltaf vera eitthvað að djamma en nú hafa meðlimir í SloppMA oftar sést á Dátanum á fimmtudags- kvöldum. Anna: Standa þeir ekki undir merkjum? Baldvin: Nei, ég vil koma af stað Rævalrí við þessa eymingja. Helga: Sláum botninn í þetta, eitthvað að lokum strákar? Baldvin: Já, við viljum bara skora á DjamMA að fjölmenna oftar á Dátann á fimmtu- dögum, þar sem við munum berjast við þá, en keppnin mun samt aðallega felast í því að mæta arabískt þreyttir í löngu á föstudögum, auðvitað í sloppum! Blaðamenn: Þorgerður Anna 3.A, Jón Einar 3.U og Hólmfríður Helga 2.G

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.