Fríkirkjan - 01.10.1899, Page 15

Fríkirkjan - 01.10.1899, Page 15
158 fundir á ýmsum stöbum þar vestra, semsé i kirkju Selkirk- safnaðar og fyrstu lút. kirkju í Winnipeg 16. og 17. dag nóvem- bermánaðar; þá í kirkjum Vidalíns- Víkur- og Garðarsafnaða í N. Dak. 19., 23. og 24. dag desembermánaðar; ennfremur í Minneota, Minn. 11. dag desembermánaðar og i kirkju Argyle- safnaða 24. og 25. dag janúarmánaðar. Á hinum síðasta fundi, sem stóð yfir tvo daga, var umræðuefnið fyrra daginn: „Hvað eigum vér að lesa?“ og síðara daginn: „Lúterska kirkjan og aðrar kirkjur"; en á öllum hinum fundunum var umræðu- efnið: „Sannur kristindómur.1 Nú hafa, svo sem kunnugt er, tveir af vestanprestunum verið hér uppi á íslandi í sumar í kynnisferð, nfl. forseti og varaforseti kirkjufélagsins, síra Jón Bjarnason og síra Friðrik Bergmann, og munu þeir hafa komið af stað þessum trúar- samtalsfundi, sem allir skynberandi menn ættu að kunna þeim þökk fyrir, því engum getur dulizt að frjálsir umræðufundir um trúarleg og kirkjuleg málefni geta haft mikla þýðingu og góðar afleiðingar, þegar mönnum lærist að fara rétt með þá. Inngangstöluna hélt síra Jón Bjarnason, langt erindi og snjallt. Síra Jón er þjóðkunnur maður fyrir áhuga á kilstin- dóminum og andagipt sem rithöfundur og ræðumaður. Að ólöstuðum öllum þeim, er á fundinum töluðu, má segja, að hann og síra Friðrik Bergmann voru líflð og sálin í umræð- unum; enda eru þeir nú orðnir slíkurn umræðum nokkuð vanir, og hafa um langan aldur lifað í hinu heilnæma frí- kirkjulopti fyrir vestan hafið. Ræðumaður byrjaði á að geta um það með fáum orðum, hvert væri umtalsefni fundarins, ni. kristindómurinn, hið mesta umtalsefni, sem til væri eða hægt að hugsa sér; en svo væri bætt við orðinu sannur, af þvi til væri í heiminum svo mikið af ósönnum kristindómi. Eins og svo margar vörur á heims- markaðinum væru falsaðar, eins væri kristindómurinn marg- víslega falsaður, og fjölda margir létu sér nægja þennan fals- aða kristindóm, því það væri svo fyrirhafnarlítið að eignast hann, hann kostaði svo lítið. Á dögum Jesú Krists hefði Gyðingdómurinn verið orðinn þannig falsaður, svo að það 1) „Sam.“ 14. árg. bls. 69.

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.