Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.11.1899, Blaðsíða 6
165 kærleika guðs til allra sinna skepna o. fl., og Jón Ólafsson örfá orð um hina lærðu guðfræði nútímans, sem þyrfti svo langan tíma (fundurínn hafði þá staðið 4 kl.tíma) til að svara spurn- ingunni: hvað er sannur kristindómur ?; en svipaðri spurningu hefði Jesús frá Nazaret svarað með þessum tveimur orðum: haltu boðorðin. Þessari athugasemd Jóns Ólafssonar svöruðu þeir báðir síra Jón Bjarnason og síra Jens Pálsson. Síra Jón tók það fram, að grundvallarkenning kristindómsins væri að mennirnir rett- lættust af trú og fengju hið eilífa líf sem náðargjöf guðs í Jesú Kristi; en ef hin tilvitnnðu orð: „haltu boðorðin“, væru * tekin út af fyrir sig og lögð eingöngu áherzlu á þau, gæti auðvitað svo litið út, eins og Kristur talaði sem hreinn heið- ingi. Síra Jens tók það fram, að Kristur hefði líka sagt: „Yður byrjar að endurfæðast." Báðir hefðu átt að taka það fram um leið, að þessi orð: „haltu boðorðin" hafa þó ævar- andi gildi, og innbinda í sér það sem ávallt er krafa guðs til allra manna, og það sem 'ávallt er iöngun og viðleitni hvers sannkristins manns og því merki hins sanna kristindóms. Það sem hér hefur verið sagt af trúarsamtalsfundinum er auðvitað tekið að eins eptir minni, og getur því margt hafa fallið burtu, sem hefði átt að takast með, en mörgu er og sleppt viljandi. Yonandi er að fleiii slíkir fundir verði haldnir; enda er mælt að héraðsfundur Kjalarness-prófastsdæmis liafi ákveðið að haldnir skuli í Reykjavík þrír trúarsamtalsfundir á ári hverju. Stofnun frikirkjusafnaðar í Reykjavík, Eins og hverjum hugsandi manni hlýtur að vera það ljóst, að fríkirkjuhugsjónin er hin eina félagshugsjón, sem er í sam- i'æmi við anda kristindómsins, eins hlýtur hver sannur íslend- ingur að fagna því, að þessi hugsjón er óðum að útbreiðast og eflast hér á landi. Það er nú komið svo, að engum manni getur dulizt, að hún fer að slíta af sér hin óeðlilegu bönd,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.