Fríkirkjan - 01.11.1899, Side 12

Fríkirkjan - 01.11.1899, Side 12
171 2. Að hafa guðs orð um hönd bæði í kirkju og heimahúsum. 3. Að styðja að kristilegu uppeldi barna og fræðslu þeirra. 4. Að leggja sinn skerf til að standast nauðsynleg útgjöld safnaðarins, eptir þeim ákvæðum, er menn koma sér saman um. 5. Að sækja almenna safnaðarfundi og hlýðnast ákvæðum þeirra. 6. Að auðsýna bróðurlega velvild og fúsa aðstoð hverjum þeim, sem stjórn eða framkvæmd einhverra safnaðarmál- efna er á hendur falin. 7. Að samþykkja og undirskrifa lög safnaðarins. IV. kafli. Safnaðarsijórn. 7. gr. Yfirstjórn allra safnaðarmála er í höndum safnaðarfunda. Aðalfund skal halda í nóvembermánuði ár hvert, og aukafundi svo opt sem þörf þykh'. 8. gr. Atkvæðisrétt á safnaðarfundi liefur hver maður í söfnuð- inum, karl eða kona, sem er fullra 18 ára að aldri, og geldur eitthvað til safnaðar þarfa. 9. gr. Á aðalfundi skulu kosnir embættismenn safnaðarins, sem eru: prestur, safnaðarfulltrúar og safnaðarráð. 10. gr. Presturinn hefur sömu skyldur gagnvart söfnuðinum sem prestar hafa almennt. 11. gr. Safnaðarfulltrúar eru 5 að tölu. Þeir annast fjárhagsleg málefni safnaðarins og sjá um framkvæmd þess, sení á fund- um er ákveðið, sé það ekki falið öðrum á hendur. Peir skulu kosnir til eins árs í senn, og enginn er skvldur að taka á móti endurkosningu optar enn tvisvar sinnum.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.