Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 4
148
setji þeim fyrir og láti þau rausa upp, af þvi það sé fyrir-
skipað o. s. frv. Þetta segir hann að eldri alvörumönnuin íinn-
ist hin skaðlogasta apturför, sem orðið hafi i kristilegum efnum.
Þá fer hann að tala almennt um óánægju rnanna með
kirkjuna, og farast honum meðai annars þannig orð:
„Óánægja með kirkjuna og kirkjulega ástandið er mjög
almenn um l'andið. Allir reka sig á hana; hún er almennt
viðurkennd. Hún býr ekki einungis í brjósti þeirra manna, sem
losast viija við kirkju og kristindóm; hun er einmitt minnst hjá
þeim; þeir eru ánægðastir. En hún er hjá fjöldanum, sem finnur
til þess, að vera ætti lifandi kristindómur í landinu. Hún kemur
í ljós á þann hátt, að menn sinna kirkjunni sem allra minnst."
Þessi orð lesum vér á 297. bls. í bókinni, og á næstu bls.
byrjar áptur lengra mál um sama efni:
„Óánægjan með kirkjuna er meiri en ég hafði gjört mér
í hugarlund. En hún er af betri rótum runnin en flestir ætia.
Manni er gjarnt til að ímynda sér, að hún sé sprottin af trú-
arlegu fráhvarfi. Þeir vilji nú helzt ekki tieinu trúa og ekki
neinu guðlegu sinna. Það er misskilningur. Fyrir einstökum
mönnum kann það að vera svo, en fyrir fjöldanum er það allt
á annan veg. Hiin er einmitt sprottin af trúarþörf fóiksins.
Fjöl'dirin geymir trúna í hjarta sínu eins og hulinn fjársjóð.
Það langar til að vern'da hann og ávaxta, þótt sú löngun sé
opt og tíðum mjög óljós. En því finnst sú kirkja, sem er, lítið
eða ekkert hjálpa sér t.il þess. Mér fannst fólkið hafa misst
trúna á kirkjuna hjá sér og rnátt hennar til að fullnægja trú-
arþörfinni. Pessi skilst mér vera aðalþátturinn í þeirri kirkju-
legu óánægju, sem er í landinu.
íslendingar eru engir æsingamenn, allra sízt í trúarefnum.
Það liggur þeim mjög fjarri. Þeir eru þoiinmóðir, -—- óumræði-
lega þolinruóðir. Þess vegna er hægt að segja, að lítið beri á
þessari óánægju. Hún liggur niðri, talar ekki hátt, situr heirna
á surinudögum og felur sig. En hún lifir eins og eldur í ösku.
Það þarf ekki nema að kveikja á eldspítu eða stinga örlitlum
tréspón inn í öskuna; þá fer allt að loga. Hver prestur hér
urn bil, sem hafa vill sig til þess, getur hvar sem er komið
fólkinu í uppnám á skömmum cima og fengið meginþorra þess
til að ganga úr þjöðkirkjunni og hrófla upp svonefndum fríkirkju-