Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 12

Fríkirkjan - 01.09.1901, Blaðsíða 12
156 Hún reyndi til þess, en það kom allt fyrir ekki. Frú St. Clare var fædd og uppalin á meðal þræla, og var frá blautu bamsbeini alin upp við að sjá þá meðhöndlaða eins og hunda. ,Eg er andstæð öllum þessum frelsishreifingum," sagði hún, „látirðu svertingjann hafa húsbónda yflr sér, gjörir hann sínar sakir full vel, en geflrðu honum frelsi, þá verður hann latur og vill ekki vinna. Eg hef margopt séð það. Það er engin bót að frelsi fyrir hann.“ Hún þverneitaði að fara eptir ósk- um manns hennar viðvíkjandi Tómasi. Ophelia gjöiði þessu næst það, sem hún helzt hugði mundi vera Tómasi til góðs. Hún skrifaði frú Shelby bréf, lýsti fyrir henni kringumstæðum Tómasar, og hvatti hana til að veita honum hjálp sina; en bréf þetta kom ekki til skila fyr en um seinan. Daginn eptir var Tómas seldur á uppboði ásamt nokkrum öðrum þrælum. Illvættur einn í mannslíki að nafni Legree, keypti Tómas frænda. Æfi hins gamla, dygga manns, varð nú svo aum að slíku má naumast trúa. Meðferðin, sem hann varð að sæta hjá þessum nýja húsbónda, var svo grimmúðleg og samvizkulaus, að naumast er unnt að lýsa henni. Það nægir að geta þess að eptir að hann var búinn að þola óumræðilega meðferð mánuðum saman, þá húðstrýkti Legree hann svo að við sjálft lá að hann missti lífið. Orsökin til þess var sú að Tómas hafði neitað að hýða ambátt eina, er hafði móðgað Legree. Öðru sinni var það að tveir þrælar struku, og Tómas neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um það. Þá varð Legree óður og bauð þrælum sínum að refsa honum með grimmilegri húðstroku. „Eg skal telja hvern blóðdropa, sem til er í þér, og kreista þá úr þér einn og einn, þangað til þú segir frá þvi,“ sagði Legree ioksins við Tómas. En Tómas neitaði. Hann leit á húsbónda sinn og sagði: „Húsbóndi minn, ef þér væruð sjúkur eða deyjandi, og eg væri fær um að bjarga yður, þá skyldi eg gefa yður hjartablóð mitt, og ef blóðið í þessum gamla, hrörlega likama gæti frels- að yðar dýrmætu sál, þá skyldi eg glaður gefa það. Ó, hús-

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.